Hrækti á starfsmann verslunar og réðist á lögreglumenn eftir ágreining um grímuskyldu

Á sunnudagsmorgun neitaði fertugur maður að setja á sig andlitsgrímu í verslun Rema 1000 í Sunds nálægt Herning í Danmörku.

Þegar starfsmaður áminnti manninn fyrir að vera ekki með grímu, hrækti hann í andlitið á honum, segir yfirmaður lögreglunnar í Mið- og Vestur-Jótlandi.

Lögregla fann manninn á heimilisfangi hans. Þegar lögreglan var að ræða við manninn tókst honum að hrifsa af einum lögreglumanninum kylfu, sem hann lamdi lögreglumanninn í höfuðið með. Fleiri lögreglumenn voru kallaðir til og handtóku  manninn án frekari vandræða.

Þetta er ekki fyrsta eða eina dæmið í Evrópu um að fólk missi stjórn á sér fyrir það eitt að vera beðið um að virða reglur og bera grímu fyrir vitum vegna kóvid.

Í Frakklandi var strætóbílstjóri myrtur síðasta sumar eftir að hafa beðið farþega um að setja upp grímu ef hann ætlaði að ferðast með vagninum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR