Hótaði forsætisráðherra Dana símleiðis

Lögreglan á Norður-Jótlandi upplýsir á Twitter að eftir stutta rannsókn hafi 47 ára gamall maður verið handtekinn sem er sakaður um að hafa hótað Mette Frederiksen forsætisráðherra.

Hótanirnar munu hafa komið fram símleiðis.

Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag, laugardagsmorgun, í yfirheyrslu við dómstólinn í Álaborg.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR