Hjúkrunarstarfsmaður simtaður eftir að hafa notað „falsaða“ andlitsgrímu

Líklet er að hjúkrunarstarfsmaður á háskólasjúkrahúsi í Norður-Noregi hafi smitast eftir að hafa notað andlistgrímu sem ekki er nothæf gegn kórónaveirunni. 

Eftir að upp komst um að grímurnar sem verið var að nota væru „falsaðar“ og þar með ónothæfar var viðkomandi skimaður nokkrum sinnum og reyndist þá neikvæður. Nokkrum dögum síðar fór starfsmaðurinn að finna fyrir einkennum og ákvað að halda sig heima. Hann var stuttu síðar skimaður aftur og reyndist þá smitaður af Covid-19.

Ekki er hægt að slá því föstu að sýkingin hafi komið í gegnum grímuna en um 150 til 200 aðrir starfsmenn sem notuðu grímur úr sömu sendingu hafa einnig verið undir eftirliti. 

Sjúkrahúsið fékk sendingu af nokkur þúsund grímum sem sagðar voru viðurkenndar fyrir hjúkrunarfólk sem starfar í kringum mikið veika sjúklinga, smitaða af kórónaveirunni. Áður en þær höfðu verð athugaðar fóru um 800 grímur í dreifingu fyrir mistök innan sjúkrahússins. Eftir að þær voru svo loksins kannaðar kom í ljós að þær voru engan vegin útbúnar þannig að kónónuveiran kæmist ekki í gegnum grímuna með andardrættinum.

Hingað til er aðeins vitað um þennan eina sem hefur smitast en vel er fylgst með öðrum starfsmönnum sem notuðu andlitsgrímu sömu gerðar og hann.

Glæpasamtök selja falsaðar grímur og græða vel

Glæpasamtök hafa séð sér leik á borði vegna skorts á grímum og tekið að framleiða grímur sem líta út fyrir að standast kröfur heilbrigðiskerfisins en eru í raun falsaðar og alveg gagnslausar sem vörn gegn kórónaveirunni. Glæpamennirnir græða vel enda sjúkrahús á Vesturlöndum óvön því að verða fyrir svo óþverralegu svindli. Því er nú farið yfir allar læknavörur sem keyptar eru inn til að sannreyna að þær séu ekta.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR