Herskylda í Færeyjum?

,,Þess hefur aldrei verið krafist af Færeyingum að þeir gegni herþjónustu í danska hernum og þeir munu aldrei gera það”, segir lögmaður Færeyja, Bárður á Steig Nielsen.

Í Danmörku er herþjónusta lögbundin fyrir alla líkamlega vel á sig komna karlmenn yfir 18. ára aldur, en á friðartímum eru menn aðeins neyddir til uppfylla skyldu sína ef skortur er á sjálfboðaliðum.

Íbúar Grænlandi og Færeyjum, sem eru hluti af danska ríkinu, hafa hins vegar ekki þurft að gegna herskyldu.

Þetta er hins vegar eitthvað sem danski Þjóðarflokkurinn vill breyta. Flokkurinn lagði til nýverið að karlmenn frá þessum tveimur sjálfstjórnarsvæðum, þ.e.a.s. Grænlandi og Færeyjum, gegni jafnframt herskyldu sem og aðrir íbúar Danmerkur þurfa að gera.

Þessari tillögu var hafnað 2016, og lögmaður Færeyja efast um að nú verði einhver breyting á.

,,Að flokkur, sem tilheyrir dönsku stjórnarandstöðunni, leggur til breytingu á herskyldu lögunum, þýðir ekki að flokkar dönsku stjórnarinnar séu tilbúnir að samþykkja þessa breytingu. Ef það ætti að koma að því er ég ekki í vafa um að haft verður samráð við ríkisstjórn Færeyja um þetta mikilvæga mál”, segir Nielsen lögmaður.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR