Heilbrigðisstarfsmenn handteknir fyrir sölu á stolnum börnum

Lögreglan í Kenýa hefur handtekið þrjá háttsetta lækna sem grunaðir eru um að  stjórna samtökum sem versla með börn í kjölfar rannsóknar BBC á þjófnaði og sölu á börnum í landinu. BBC Africa Eye leiddi í ljós að börnum var stolið eftir pöntun frá ólöglegum heilsugæslustöðvum og á opinberu sjúkrahúsi í Naíróbí. Börnin voru seld fyrir allt að 300 pund sem gera um 55 þúsund íslenskar krónur. Lögreglustjórinn hefur fyrirskipað rannsókn á sjúkrahúsum, auk barnaheimila í Naíróbí. Rannsóknir hafa leitt í ljós að háttsettir læknar voru í nánum tengslum við mansal barna, sagði yfirmaður lögreglunnar, Hillary Mutyambai. Hinir grunuðu hafa ekki tjáð sig.

Aðrar Fréttir

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn