Háskólasamfélagið og pólitísk rétthugsun

Flestir muna eftir viðbrögðum Háskólans í Reykjavík þegar einn af kennurum hans, karlmaður, var ákærður fyrir ummæli á lokuðu spjallsvæði karla. Hann lét ýmis ummæli falla um kvenfólk en hann hélt að hann talaði óhultur fyrir umheiminum.   Maðurinn fékk reisupassann án þess að geta reist hönd yfir höfuð og án þess að málið lyki fyrir dómstóla ríkisins. Dómstóll göturnar réði mati stjórnenda skólans og skilaboðin voru skýr til þeirra sem töluðu eða hugsuðu ekki á réttan hátt, brottrekstur úr háskólasamfélaginu og ærumissir.

Huginn kannast við þessi viðhorf sem ríkja innan háskólasamfélaginu og fóru margir kennarar innan Háskóla Íslands ekki leynt með aðdáun sína á marxískri hugmyndafræði og kenndu helstu kenningar hennar undir merkjum viðurkenndra fræða.

Fyrstur manna til að benda á þessa tilhneygingu háskólasamfélagsins að hygla sjónarmið vinstri manna og vakti heimsathygli fyrir vikið, er Jordan Peterson.  Hann er klínískur sálfræðingur og prófessor í klínískri sálfræði við háskólann í Toranto, Kanada. Jordan var allseindis óþekktur þar til fyrir tveimur árum eða 2016, þegar hann birti röð myndbanda á Youtube en þar var pólitísk rétthugsun gagnrýnd harkalega sem og frumvarpið C-16 á kanadíska þinginu.

Gagnrýni Jordans Peterson á pólitíska rétthugsun nær yfir málaflokka eins og póstmóderisma, ný-marxisma, póstmóderískan femínisma, meint forréttindi hvítra (karlmanna), menningarmyndun og umhverfismál.

Blaðamenn hafa bent á að andstæðingar Jordans Peterson innan háskólasamfélagsins og þeir eru fjölmargir, hafi vanmetið kraumandi stöðu mála meðal almennings; í málaflokkum sem fjalla til dæmis um forréttindastöðu hvítra eða menningarmyndun (cultural appropriation). Reynt hafi verið að kæfa í fæðingu eða hreinlega ekki fjalla ekki um önnur sjónarmið innan stofnanna háskólasamfélagsins, önnur en þau sem falla undir hatt pólitískrar rétthugsunar.

Erfið úrlausnarefni, eins og til dæmis rannsóknir á greind eftir kynþáttum eða líffræðilegur munur á kynjum, eiga almennt undir högg að sækja og fá helst ekki rannsóknarstyrki eða umfjöllun í vísindatímaritum.  Einstaka vísindamenn, sem hafa engu að tapa, nema ærunni, hafa þó gert nauðsynlegar rannsóknir en eiga fyrir vikið hættu á að missa stöðu og fjármagn.

Jordan Peterson er nú talinn vera einn helsti gagnrýnandi á meginstefnu fræðimanna innan akademíunnar en honum sjálfum var hætt komið á tímabili innan veggja Toranto háskólans. Heimsfrægðin bjargaði honum ef til vill.

Kíkjum aðeins á rannsóknir Jordan Peterson. Í þeim fjallar hann um sambandið milli pólitískra viðhorfa og persónuleika og heldur því fram að pólitísk rétthugsun skiptist í tvær gerðir: Jafnréttishyggja (PC-egalitarianism) og forræðishyggja (PC-authoritarianism) sem báðar myndbirtast í formi móðgunar ofurnæmni (offsene senitivity) og hjá svo kallaðra félagsréttlætisstríðsmanna sem berjast fyrir félagslegu réttlæti (social justice warriors).  Hann flokkar dæmigerða frjálslynda undir fyrri flokkinn, en réttlætisriddaranna, sem hann segir að séu vopnaðir samúðarhyggju, undir seinni flokkinn.

Jordan Peterson álítur háskólanna bera meginábyrgð á þeirri bylgju pólitískrar rétthugsunar sem nú tröllríður Norður-Ameríku og Evrópu. Hann segist sjálfur hafa séð upprisu pólitískrar rétthugsunar innan háskólasamfélagsins í upphafi níunda áratugarins. Hann álítur að félagsvísindadeildir háskólanna hafi spillst af fólki sem byggja kennslu sína minna á vísindi og meira á eigin kenningakerfi sem eiga sér litla stoð innan vísindanna. Og stað þess að eiga í vitrænum samræðum, eigum við í hugmyndafræðilegum samræðum og umræðan náði aldrei upp úr skotgröfum hugmyndakerfa. Þar af leiðandi verði engin framþróun í umræðunni og fræðin bíða skaða af.

Jordan Peterson dregur dæmi af eigin reynslu sem háskólaprófessor en hann staðhæfir að nemendur sem hann fær til kennslu, viti lítið sem ekkert um fjöldamorð og glæpi sem framdir voru undir merkjum stalínismans og maóismans, sem eru dæmigerðar öfgavinstri stefnur en því meira um fjöldamorð og glæpi fasista og nasista sem eru öfgasinnaðir hægri menn. Hvernig standi á því? Er það af því að meirihluti háskólakennara innan félagsvísindadeilda og sagnfræðinnar eru vinstri sinnaðir fræðimenn? Hvernig er staðan hér á Íslandi? Eru félagsvísindakennarar upp til hópa vinstri menn og hvað með íslensku sagnfræðina – eru einhverjir hægri menn þar?

Hann segir einnig að í stað þess að rannsóknir á voðaverkum og villur vinstri öfgastefna séu teknar fyrir og settar í rétt samhengi, er reynt að fela þær með því að klæða þær í form póstmódernismans og ný-marxismans sem skilgreinir allt undir formerkjum afstæðishyggju og valda. Fyrir vikið verður umræðan bjöguð og beinlínis röng.

Engin sambærileg gagnrýni hefur átt sér stað hér á Íslandi á íslenskt háskólasamfélag og á sér nú stað innan háskólasamfélaganna í Norður-Ameríku eða Evrópu.  Hvernig stendur á því? Jordan Peterson hefur komið til Íslands og hélt meðal annars fyrirlestra í Hörpu við frábærar undirtektir áhorfenda.   

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR