Harðar aðgerðir gegn erlendum skipulögðum glæpahópum

Belgar eiga eins og aðrar þjóðir í erfiðleikum með erlenda skipulagða glæpahópa frá ýmsum löndum líkt að aðrar þjóðir Evrópu. Frjálstflæði án eftirlits milli landamæra vegna Schengen samkomulagsins gerir það að verkum að lögregla hefur litla burði til að stöðva flæði vopna, mansals og eiturlyfja milli landa.

Lögreglan í Belgíu setti af stað umfangsmikla aðgerð til að reyna að sporna við starfsemi þessara glæpahópa í landinu. Aðgerðin beindist sérstaklega gegn glæpahópum sem eru umfangsmiklir í fíkniefnasölu og framleiðslu í Hollandi. Yfir 1200 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum og var farið í handtökur og húsrannsóknir víðsvegar um landið í gær að því að AP fréttastofan hefur eftir lögregluyfirvöldum.

Aðgerðirnar munu standa yfir í nokkar daga. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR