Hálfur sannleikur sagður er lygi

Mál sem lítið hefur farið fyrir hér á landi, er dómsmálið gegn Michael Flynn, sem er fyrrverandi þjóðaryggisráðgjafi Hvíta hússins og þriggja stjörnu hershöfðingi.  Michael Flynn gengdi herþjónustu í 33 ár með flekklausan feril og álitinn hetja í augum margra þar til hann tók við embætti þjóðaröryggisráðgjafa.

Hann gerði þau mistök, að þiggja starf í Hvíta húsina og það var lykillinn að falli hans, missir mannorðs og eigna.  Hérlendir fjölmiðlar, sem virðast horfa með öðru auganu með bandarískum stjórnmálalífi og svifting í Washington, segja svo frá í kvöldfréttum í stuttu máli að Dóms­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna hef­ur ákveðið að fella niður mál á hend­ur Michael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta.

Jafnframt segir:

,,Þrjú ár eru síðan Flynn játaði að hafa sagt rann­sak­end­um banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI ósatt um tengsl hans og sam­skipti við rúss­neska ráðamenn, þar á meðal sendi­herra Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um. 

Málið var fellt niður eft­ir að fregn­ir bár­ust af því að Flynn hugðist draga játn­ingu sína til baka. Þá hef­ur Trump gagn­rýnt rann­sókn­ina harðlega og sagði hann ný­lega að hann teldi mikl­ar lík­ur á því að málið yrði látið niður falla. „Hann er sak­laus maður,“ sagði Trump. „Ég vona að marg­ir fái borgað fyr­ir þetta. Þeir eru skít­hæl­ar.“

Flynn var aðeins 23 daga í starfi sínu sem þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Trumps. For­set­inn sagðist hafa rekið Flynn vegna þess að hann hafi logið að vara­for­set­an­um og FBI um tengsl­in við sendi­herra Rúss­lands,“ segir mbl.is og ruv.is er með svipað orðalag, rétt eins og þeir styðjast við CNN eða aðra fjölmiðla sem eru andstæðingar Donalds Trumps.

Þetta er allt saman satt og rétt sem kemur fram í fréttinni en er ekki kjarninn á bakvið söguna, sem er reyfarakenndur.   

Það er nefnilega saga á bakvið hvers vegna málið gegn Michael Flynn var látið falla niður.  Hann var hreinlega leiddur í gildru hjá stjórnendum FBI og ætlunin var að ná til Donalds Trumps í gegnum hann, koma höggi á nýstofnaða ríkisstjórn og á meðan allt var í ringulreið, eins og alltaf er þegar ný stjórn tekur við völd.

Mál eru ekki látin falla niður, bara vegna þess að sakborningur dregur fram játningu, í þessu tilfelli, vegna kúgunar á hendur sakbornings.

Dómsmálaráðuneytið lagði til á fimmtudag til að hætta við lögsókn gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa, í ótrúlegri þróun sem kemur í kjölfar þess að innri minnisblöð voru gerð opinber og varpa fram alvarlegum spurningum um eðli rannsóknarinnar sem leiddu til þess að Flynn játaði sekt í janúar 2017 um að ljúga að FBI.

Tilkynningin barst fyrir dómi sem lagð var fram „eftir yfirvegaða yfirferð á öllum staðreyndum og kringumstæðum þessa máls, þar með talið nýuppgötvuðum og upplýstum upplýsingum,“ eins og Dómsmálaráðuneytið orðaði það. Embættismenn Dómsmálaráðuneytisins sögðust hafa komist að þeirri niðurstöðu að viðtal Flynn við FBI væri „„gagna rannsókn FBI á Flynn væri ótengd og óréttlætanleg“ og að viðtalið hafi verið „framkvæmt án lögmæts rannsóknargrundvallar.“

Alríkisdómari sem hefur umsjón með málinu verður að taka endanlega ákvörðun um að vísa því frá. Ef hann gerir það ekki, er næsta víst að Donald Trump muni náða hann.

Ef þetta verður endaleg niðurstaða, er Michael Flynn í raun saklaus maður og hafi ekki logið að FBI. Allur málatilbúnaður var í upphafi gerður á röngum forsendum, hann t.d. hélt að hann væri að ræða við tvo fulltrúa á óformlegum fundi í Hvíta húsinu, nýtekinn við starfi. Honum var aldrei tilkynnt að hann væri hugsanlegur sakborningur og allt sem hann segði mætti nota fyrir dómi. Fulltrúarnir sögðu enda að engin ástæða væri fyrir hann að hafa lögfræðing Hvíta hússins viðstaddan og hann hélt hreinlega að hann væri að aðstoða við lögreglurannsókn.

Í ljós hefur komið í minnisblaði, að nokkrir æðstu embættismenn ætluðu beinlínis að láta hann ljúga með því að leggja fyrir hann gildru. Á manna máli kallast það misferli í starfi að búa til sannanir en það segir beinlínis í bandarísku stjórnarskránni að í vitnaleiðslu eða yfirheyrslum, ber mönnum engin skylda að greina frá málsatvikum ef það leiðir til sektar viðkomandi og hvað þá ef menn halda að þeir séu bara á fundi.

Handskrifaðar glósur hafa birst þar sem sýndir fulltrúarnir tveir sem ræddu um yfirheyrslu hans  Minnisatriðin, sem opinberaðar voru í síðustu viku, sýndu að fulltrúarnir töldu ýmsa möguleika í stöðunni janúar 2017, þar á meðal að fá Flynn „til að viðurkenna á sig sök og brjóta þannig Logan-lögin“ þegar hann ræddi við Sergey Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands, á aðlögunartíma forsetans en þetta eru lög frá 1799 sem aldrei hafa verið notuð.  ,,Hvert er markmið okkar?” er ein af athugasemdunum sem lesa má. „Sannleikurinn / viðurkenning eða til að fá hann til að ljúga, svo við getum saksótt hann eða látið reka hann?“

Að greina ekki frá öllum málavöxtum, er hálfur sannleikur og eins og fyrirsögnin hér að ofan segir, lýgi. Betra væri að greina ekki frá málinu og skilja lesendur ekki eftir óupplýstan um grundvöll þess að málið er látið falla niður, sem er að rannsóknargögn hafa leitt í ljós að saklaus maður hefur verið saksóttur og sönnunnargögn hafi leitt til væntanlega frelsun hans á næstunni

Það er dálítið alvarlegt þegar letin, áhugaleysi?, eða ,,copy paste“ fréttamennska er látin ráða ferðinni. Þótt svo að þetta er erlend frétt og í raun innanríkismál Bandaríkjanna; ef menn eru að greina frá slíkum málum á annað borð, að a.m.k. reyna að fara með rétt mál, greina alla málavexti eða bara að sleppa því. Sannleikann og ekkert nema sannleikann eins og sagt er hverju einasta dómsmáli fyrir dómi í Bandaríkjunum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR