Hælisleitandi áreitti konu: Fór inn í bíl hennar, strauk og sleikti

Rúmenskur hælisleitandi á leið til Kanada og áreitti konu sem var nemandi í tónlistarskóla þar sem atvikið átti sér stað, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og verður vísað úr landi samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað sumarið 2019.

Konan var að koma úr kennslustund úr tónlistarskóla þegar maðurinn birtist skyndilega og fór að strjúka hana inn um opna bílrúðu. Strauk hann meðal annars læri hennar. Hann náði svo að komast inn í bílinn og hélt áfram að strjúka henni um bak, læri og mjaðmir.

Konan komst út úr bílnum þar sem maðurinn hélt áfram að áreita hana með því meðal annars að sleikja á henni hálsinn að sögn konunnar.

Konan segir að hún hafi orðið mjög hrædd enda hafi maðurinn reynt að hindra hana að komast úr bílnum og haldið í hana. Hún taldi manninn hafa náð að halda sér nauðugri í bílum í um klukkustund.

Hún komst á endanum út úr bílnum og inn í tónlistarskólann en maðurinn elti hana þangað. Vitni segja að hann hafi sagt henni að hann myndi ekki gefast upp og myndi bíða heftir henni daglega við skólann.

Honum verður vísað úr landi samkvæmt dóminum, eftir afplánun. Konunni voru dæmdar 400.000 krónur í miskabætur sem maðurinn er líklega ekki borgunarmaður fyrir og því verða þær greiddar úr sameiginlegum sjóði landsmanna, ríkissjóði.

Samkvæmt heimild skinna.is er maðurinn hælisleitandi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR