Guðmundur Franklín Jónsson á Bessastaði 2020?

Það virðist vera vaxandi stuðningur meðal almennings fyrir mótframboði gegn Guðna Th. Jóhannesson, sem sjálfur hefur lýst yfir að hann ætli að bjóða sig fram að nýju en hann fékk 39,1% í forsetakosningunum 2016, flest atkvæði allra í framboði þá.

Enginn hefur enn lýst formlega yfir framboði en undirskriftasafnanir fyrir forsetaframboð Guðmunds Franklín Jónssyni, hagfræðingi og athafnamanni, eru hafnar. Guðmundur íhugaði fyrir forsetakosningarnar 2016 að bjóða sig fram en lét þá ekki verða af því, þegar Ólafur Ragnar Grímsson lýsti yfir vilja yfir áframhaldandi setu á forsetastóli. Hann dró svo til baka framboð sitt en fjölmargir einstaklingar lýstu þá yfir áhuga á framboði og sumir létu verða af því.

Þeir sem buðu sig formlega, söfnuðu nægum undirskriftum og hlutu atkvæði eru: Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir,   Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.

Á Facebook síðu sinni ræðir Guðmundur Franlín Jónsson málið og sagði eftirfarandi: ,,Ég er djúpt snortinn yfir allri þeirri hvatningu sem ég hef fengið til að bjóða mig fram til forseta Íslands. Meðmælendum fjölgar í sífellu og á hverjum degi birtist ný áskorun frá þeim sem fylgjast með mér á Facebook. Það er greinilegt að stór hluti þjóðarinnar er farin að þrá breytingar.

Það sem við stöndum nú í miðri á hvað veiruna varðar og samkomubann er í gildi þá er mikilvægt að hlýða Víði og nýta sér aðrar leiðir til samskipta. Ég hef kosið að nýta mér Facebook til að setja fram stutt myndbönd á miðvikudögum og sunnudögum á síðunni minni, Guðmundur Franklín. Þar er einnig hægt að senda mér skilaboð eða setja inn athugasemd og reyni ég eftir fremsta megni að svara öllum sem skrifa mér. Ég er auk þess alltaf tilbúinn að koma fram í beinni útsendingu á FB síðum hinna og þessara félaga og hægt er að hafa samband við mig ef áhugi er fyrir því.“

Enn er nægur tími til afhendingu undirskrifalista sem á að vera fyrir lok maí. Forsetakosningar á Íslandi 2020 munu fara fram 27. júní 2020 ef fleiri en eitt framboð berast fyrir lok framboðsfrests og ef COVID-19 faraldurinn setur ekki strik í reikninginn. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu 1. janúar 2020 að hann myndi sækjast eftir endurkjöri.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR