Grýttur með eggjum

Ráðist var á Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands með eggjum í kosningabaráttunni þar stendur nú yfir.

Forsætisráðherrann segir við tékknesku sjónvarpsstöðina CNN Prima News að gagnrýnendur stjórnvalda, sem séu ósáttir við baráttu stjórnar hans gegn kórónaveirunni, hafi ráðist á hann

– Þeir urðu sífellt árásargjarnari og það endaði með því að þeir köstuðu eggjum. Þeir slógu mig í höfuðið og þeir köstuðu líka bjórkrúsum að mér, segir forsætisráðherrann.

Að sögn fréttaveitunnar Ritzau höfðu gagnrýnendur stjórnvalda málað hundruð hvítra krossa á götur, áður en forsætisráðherrann kom, til að minnast meira en 30,300 manns sem hafa týnt lífi í Tékklandi í heimsfaraldrinum.Í október fara um átta milljónir Tékkar á kjörstað til að kjósa nýtt þing.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR