Gruna að átt hafi verið við neyðarhemilinn

Þrír menn eru í haldi lögreglu eftir slysið á kláfferju sem varð 14 manns að bana á sunnudag.

Frá þessu greinir ítalska fréttastofan Ansa samkvæmt Ritzau.

Samkvæmt saksóknara eiga þremenningarnir – verkfræðingur kláfferjunnar, framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri – yfir höfði sér ákæru um meðal annars manndráp af gáleysi.

Saksóknari tekur einnig fram að samkvæmt rannsóknaraðilum hafi verið átt við öryggishemlakerfi til að forðast tafir á kláfnum.

Slysið varð þegar kapall slitnaði og kláfurinn datt niður í dal. Aðeins fimm ára ísraelskur drengur lifði fallið af.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR