Grikkir byggja „Trump“ múr

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fékk ákúrur frá ESB og góða fólkinu í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir að hefja byggingu múrs milli Mexíkó og Bandaríkjanna til að hindra ólöglega hælisleitendur í að komast til landsins.

Nú hafa Grikkir ákveðið að feta í fótspor Trumps minnugir hælisleitendabylgjunnar sem flæddi yfir Evrópu vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi 2015. Reyndar voru það síst borgarar Sýrlands sem var uppistaðan í þeirri bylgju.

Evrópuríki gagnrýndu Grikki mjög fyrir lélega landamæragæslu. En þar var einnig um að kenna Tyrkjum, og eru múslímaríki, sem gerðu lítið til að hindra að hælisleitendur færu um þeirra landamæri til Grikklands og þaðan til Evrópu.

Nú virðist sem grísk stjórnvöld hafi lært af reynslunni 2015 og ætli sér að taka strax og ákveðið á móti á landamærunum gegn þeirri bylgju hælisleitenda sem líklega er í uppsiglingu frá Afganistan. 

Þeir eru búnir að byggja 40 kílómetra af múr sem ætlað er að torvelda hælisleitendum sem Tyrkir ætla að senda yfir landamærinn þegar straumurinn kemur. Fréttir hafa borist af því að talibanar hafi tæmt fangelsi í landinu við valdatöku sína. 

Þannig hefur fólk á Kabúlflugvelli sagt frá því að glæpahópar hafi blandað sér í mannmergðina sem er á flugvellinum og eru að reyna að komast til Vesturlanda með flugvélum dulbúnir sem flóttamenn.

Hér á Íslandi hefur Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins gefið í skyn í viðtölum við fjölmiðla að hann hafi í hyggu að beita sér fyrir því að senda flugvél til Afganistan í nafni Íslands og „sækja“ hælisleitendur á kostnað skattgreiðenda á sama tíma og ríkisstjórnin segir að ekki sé til peningur til að styrkja heilbrigðiskerfið og sjúkrahús vegna kóvid-19 faraldursins.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR