Greinir fórnarlamba- og aftökumenninguna: Segir að þurfi að standa vörð um grunngildi vestrænnar siðmenningar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skrifar hreint út sagt magnaða greiningu á þeim pólitíska rétttrúnaði sem tröllríður Vesturlöndum þessa daganna í grein í Morgunblaðinu í morgun, 25. júlí.

Þar fer hann vel yfir þá þróun sem hefur átt sér stað og virðist vera að stefna lýðræðissamfélaginu í ógöngur. Hann kallar þetta hina „nýju menningabyltingu“ og vísar þar líklega í menningarbyltinguna sem varð í Kína undir stjórn kommúnista og fjöldamorðingjans Mao.

Í greininni rökstyður hann hvernig nýja menningarbyltingin feli það í sér að nú skuli flokka fólk eftir húðlit. Sigmundur segir í greininni: „Nýja menningarbyltingin felur í sér endurvakningu kynþáttahyggju, þess að flokka fólk eftir húðlit. Hún ber líka með sér öll einkenni öfgatrúar, þ.m.t. athafnir sem fólki er ætlað að undirgangast til að sanna undirgefni sína gagnvart rétttrúnaðinum.“

Ýmsir hafa varað við þeirri þróun sem er að eiga sér stað og hefur átt sér stað á vinstri-væng stjórnmálanna á Vesturlöndum og hafa talið hana fela í sér daður við fasisma. Greining Sigmundar á ástandinu og hegðun baráttuhópa sem segjast berjast fyrir mannréttindum minnihlutahópa og lýðræði minnir um margt á vinnubrögð fasista og nasista á uppgangs árum þeirra fyrir seinniheimstyrjöld enda eru forystumenn hugmyndafræði fasista og nasista sprottnir úr vinstrihreyfingum líkum þeim sem nú herja á Vesturlönd.

Sigmundur tekur dæmi um hvernig fólk sem ekki lýsir yfir stuðningi við málstað til dæmis Black Lives Matter (BLM) er flæmt úr starfi. 

Aðrir sem varað hafa við fasisma nefna einmitt þetta sama atriði sem dæmigert fyrir vinnubrögð fasista, að flæma flólk úr starfi fyrir að vera ekki sammála eða gagnrýnt á hugmyndafræði og vinnubrögð fasista.

Hér á Íslandi hefur þetta fólk fengið viðurnefnið góða fólkið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR