Gleymdi að loka skrifstofuhurðinni

Hann var heldur betur súr Ove Hagen þegar hann snéri aftur á skrifstofu sína á Svalbarða því hann hafði gleymt að loka útihurðinni þegar hann fór í lok vinnudags. Hann eins og fleiri hafa þurft að vinna heima vegna kórónaveirunnar. Afleiðingin eftir snjókomu næturinnar var eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni.

Hann notaði daginn til að moka út og þarf að bíða í einhvern tíma meðan allt þornar. Mikið hefur snjóað á þessum slóðum og met fallið. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR