Gjörgæslulæknar steinhissa: Kórónaveiran er sterk og óútreiknanleg

Sjúklinar sem eru næmari fyrir áhrifum kórónaveirunnar þurfa að liggja í  öndunarvél þrisvar sinnum lengur en venjulgt getur talist. Veiran er stekrur og óútreiknanlegur óvinur fólks sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu segja gjörgæslulæknar nokkurra sjúkrahúsa Danmörku sem blaðið Politiken ræddi við. Það sem vekur sérstaka athygli þeirra er sú staðreynd að kórónuveirusjúklingar sem þurfa á öndunarvél að halda þarf að halda þar óvenjulega lengi og á sama tíma eiga læknar erfitt með að hafa hemil á sjúkdómum sem fylgja veirunni. 

Upphaflega hafi læknar átt von á því samkvæmt reynslu að það yrðu frekar eldra fólk sem þyrftu lengri tíma í öndurvél en nú er það að koma í ljós að jafnvel ungt fólk sem var stál heilbrigt áður en það fékk veiruna og lendir í önduravél þarf líka að halda mjög langan tíma í önduravél.Claus Lund gjörgæslulæknir á Hvidovre sítalanum í Kaupmannahöfn segir að venjulega megi búast við að sjúklinar þurfi að vera í öndunarvél í fimm til sex daga og þá fari strax að sjást merki um bata. Tilfellið með kórónaveiruna sé að fólk liggi í 14 daga og jafnvel allt upp í þrjár vikur föst í öndunarvél áður en einhver batamerki fara að sjást. 

Hindrar súrefni frá lungum í blóðiðVeiran veldur því að lungun þykkna og súrefni kemst nánast ekki í gegnum lungnaveggina og út í blóðið. Veiran ræðst sérstaklega á lungun og það eru engin lyf til við því að koma lungnaveggjunum aftur í sama horf. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og láta náttúruna sjálfa um laga þetta ástand.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR