Getur bólusetning gegn lungnabólgu verndað gegn kórónuveirunni?

Þar sem kórónuveiran æðir um allan heim, með yfir 179.073 skráð tilfelli til þessa, eru margir að velta því fyrir sér hvort bólusetning til að koma í veg fyrir lungnabólgu muni skila árangri í baráttunni gegn COVID-19.

Spurningin stafar af vitneskju um að kórónuveiran getur valdið öndunarfærasýkingum. Einkennin geta verið væg – svo sem nefrennsli, höfuðverkur, hósti, hálsbólga, hiti og þreyta – en í alvarlegri tilfellum getur veikindin valdið lungnabólgu, berkjubólgu, nýrnabilun og jafnvel dauða, samkvæmt bandarísku lungnasamtökunum (the American Lung Association).

Dr. Robert Amler, forstöðumaður Rannsóknaseturs og forvarnir gegn sjúkdómum (Centers for Disease Control and Prevention – CDC),  sagði við Fox News á mánudag að bólusetning gegn lungnabólga til að koma í veg fyrir þessa sérstöku öndunarfærasýkingu muni ekki skila árangri við að koma í veg fyrir lungnabólgu af völdum kórónuveiru.

Bóluefni gegn lungnabólgu og bóluefni gegn Haemophilus inflúensu tegund B (Hib), verndar ekki gegn kórónuveirunni sem slíkri, sem er nýuppgötvuð veira sem hvorki bóluefni né lækning er til við, samkvæmt yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Þrátt fyrir þetta segir Almer að hægt sé að berjast gegn veirulungnabólgu, sem gæti orðið alvarlegri vegna bakteríusýkingar í lungum, með bólusetning og því sé enn ráðlagt að fá nauðsynlegar bólusetningar gegn öndunarfærasjúkdómum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR