Gerðu myndband sem sýnir spilltan borgarstjóra: Keypti sjálfur þrjú bílastæði við hús sitt á sama tíma og aðrir íbúar misstu sín

Aðgerðarhópurinn Björgum miðbænum er nú með í dreifingu myndband sem sýnir sláandi spillingu borgarstjórans að þeirra mati. Í myndbandinu er farið yfir hvernig borgarstjóri hefur notfært sér aðstöðu sína og látið úthluta sér gæðum sem aðrir borgarbúar ættu eflaust erfitt með að fá í gegn. Til dæmis fékk borgarstjóri að „kaupa“ þrjú bílastæði vð hús sitt sem stendur við Óðinstorg meðan aðrir íbúar í kring þurfa að sæta því að bílastæðum sé fækkað eða hreinlega þurkuð út. Íbúar þurfa að leita í næstu götur og vonast eftir að geta lagt bílum sínum þar, því þeir geta ekki lagt við heimili sitt. 

Ekki kemur fram í myndbandinu hvað Dagur borgarstjóri borgaði fyrir bílastæðin þrjú. Í myndbandinu er Dagur borgarstjóri sakaður um valdhroka gagnvart íbúum borgarinnar. Þurlur í myndbandi Björgum miðbænum er Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins sem hefur verið mjög atkvæðamikil í stjórnarandstöðu í borgarstjórn og dregið upp mörg spillingarmál innan meirihlutans. 

https://www.youtube.com/watch?v=B-IPhcuTSOc&feature=youtu.be
Hér er myndband samtakanna Björgum miðbænum sem sýnir vel sláandi spillingu borgarstjórans. Mætti frekar ætla að hér væri verið að fjalla um stjórnmálamann frá tímum gömlu kommúnistaríkjanna.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR