Gerði athugasemd um vöntun á grímu og var sleginn niður

Maður sem staddur var á veitingahúsi á Fjóni í Danmörku bað annan gest sem staddur var á veitingahúsinu um að setja upp grímu enda er grímuskylda á opinberum stöðum þar í landi. 

Sá sem beðin var um að setja upp grímu brást illa við afskiptunum og gerði sér lítið fyrir og sló hinn fyrirvaralaust í gólfið og sparkaði svo í manninn þar sem hann lá hálf rænulaus á gólfinu.

Lögreglan var kölluð til og var árásarmaðurinn handtekinn og verður ákærður fyrir athæfið. 

Sá sem ráðist var á fékk skrámur í andlitið og svöðusár við vinstri augnbrún.

Málið er ekki einsdæmi en víða í Evrópu hafa komið upp samskonar mál.

Í Frakklandi var strætóbílstjóri drepinn í sumar fyrir að biðja farþega sem kom inn í vagninn um að setja upp grímu

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR