Geimher Bandaríkjanna að verða að veruleika

Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir vilja sínum til að koma á fót bandarískan geimher, sem á að vera ný grein innan bandaríska heraflans og á að heyja stríð í geimnum. Þessi áform hafa vakið töluverða athygli og undrun erlendis en lítið hefur verið rætt um þetta hér á landi. 

Þessar hugmyndir eru í sjálfu sér ekki galnar og athygli vakti þegar Ronald Reagan á áttunda áratugnum og þáverandi Bandaríkjaforseti hóf að ræða um stjörnustríðáætlanir sínar. Þá var áætlunin að nota leysigeisla til að skjóta niður eða blinda gervihnetti sem eru ómissandi í nútímahernaði.  Án gervihnatta, geta ríki ekki háð nútímastríð og munu líklega tapa stríði. 

Það eru ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa og vilja færa stríðsreksturinn út í geim, aðrar þjóðir hafa líka gert það. Hér má nefna Rússland, Kína, Ísrael og Indland, svo einhver nöfn séu nefnd.

En hvaða tilgangi þjónar væntanlegi geimher Bandaríkjanna? Hvað segir talsmenn Hvíta hússins?  

Bandaríski geimherinn, á samkvæmt hugmyndum Trumpsstjórnarinnar, að vera nýr herafli innan Bandaríkjahers og á pari við landherinn, flotann, flugherinn, landgönguliðið (marine corps) og Landhelgisgæsluna. Þetta yrði því sjötta grein Bandaríkjahers. Sjálfstæðan herafla er ekki hægt að stofna nema með leyfi Bandaríkjaþings en Bandaríkjastjórn hefur þegar tekið nokkur mikilvæg skref í átt að stofnun þessa herafla sem yrði sá fyrsti sem stofnaður væri, síðan flugherinn var stofnaður fljótlega eftir lok seinni heimsstyrjaldar.

Embættismenn hafa unnið að áætlun að stofnun geimaðgerðaherafla – n.k. elítu hóps stríðsmanna í geimumhverfi og myndi fá liðstyrk sinn frá mismunandi heröflum Bandaríkjahers og í anda núverandi sérsveita heraflanna. Ætlunin er að stofna bandaríska geimherstjórn (United States Space Command) og geimþróunarstofnun (Space Development Agency) og hefur Bandaríkjastjórn þegar skipa aðstoðarráðherra fyrir geimvarnamál.

Til hvers verður þessi geimher notaður?

Talsmenn Hvíta hússins hafa bent á hættur sem steðja frá andstæðingum Bandaríkjanna, sérstaklega Rússa og Kínverja, sem gætu þróað vopn til að ,,festa“, blinda eða eyða gervihnetti sem eru bráðnauðsynlegir fyrir samskiptakerfi heimsins. Árið 2007, tókst Kína að eyða einn af eigin gervihnöttum sínum, í tilraunum sínum með nýtt vopn sem hægt er að nota til að ráðast á hvað sem er. Rússlandi hefur einnig tekist að þróa eldflaug sem hægt er að nota til að rekja og eyða gervihnöttum. Það eru hins vegar ekki allir samfærðir um ágæti þessara áætlana og telja aðsteðjandi hættur á jörðu niðri meiri en hugsanlegt geimstríð.

Er slíkur herafli þegar til?

Það er enginn formlegur eða sjálfstæður herafli til sem beinist að geimnum en eftir sem áður er til sérstök geimherstjórn innan bandaríska flugherinn. Hún var stofnun árið 1982 og hefur bækistöð sínan á Peterson herflugvellinum í Colorado og hefur innan vébanda sinna þrjátíu þúsunda manna herafla. Innan þess er geim og eldflaugamiðstöð (Space and Missile Systems Center) og hefur umsjón með varnardeild gervihnatta til hernaðar (Department of Defense satellites) og notkunar ratarkerfa sem stjórna stýriflaugaskota til varnar gegn skyndiárása á Bandaríkin.

Hvernig væri slíkur geimher fjármagnaður?

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur beðið Bandaríkjaþing að samþykkja átta milljarða Bandaríkjadollara fjárvetingu á fimm ára tímabili til að koma á fót geimöryggiskerfi en sjálfstæður geimher myndi líklega kosta mun meira en það.

Pentagon hefur ekki enn ákveðið verðmiðann að sögn varavarnarmálaráðherra landsins, Patrick Shanahan. Fjármögnun þyrfti að vera samþykkt af þinginu, eitthvað sem varnarmálaráðherra, Jim Mattis, var á móti þegar þessar hugmyndir komu fyrst upp, en hann segir nú að hann styður nýja heraflann. Stuðningur er bæði meðal Demókrata og Repúblikana við þessar hugmyndir en einnig nóg af gagnrýnendum í þinginu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR