Fréttaskýring: Tímalína hugsanlegrar yfirhylmingu stjórnvalda í Kína á upphafi kórónuveirufaraldursins

Það er vaxandi trú að hin nýja kórónuveira eigi uppruna sinn að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan, Kína – ekki sem lífefnavopn, heldur sem hluti af tilraunum stjórnvalda í Peking til að bera kennsl á og meðhöndla veirur, til að auka eigið alþjóðlegan álit, samkvæmt heimildum fréttaveitu Fox News.

Margskonar heimildir hafa sagt Fox News að talið sé að vinnustaðlar á rannsóknarstofunni í Wuhan hafi verið virtir að vettugi áður en veiran lak út og þá hófu kínversk stjórnvöld yfirhylmingu sína. Talið er að „sjúklingur núll“ hafi verið viðloðinn eða unnið að einhverju leyti á rannsóknarstofu í Wuhan og talið er að veiran hafi borist frá leðurblöku til manna.

Þegar fyrstu tilraunir til innilokunar faraldursins mistókust hurfu blaðamenn og læknar sem töluðu gegn hættunni, að sögn þessara heimildarmanna.

Heimildir segja einnig að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi verið flækt frá upphafi og  hjálpað Kína að hylja slóð sína. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Kína hafa neitað með öllu að hafa gert eitthvað rangt.

Heimildamenn Fox News lögðu áherslu á – eins og oft er með upplýsingaöflun – það er ekkert endanlegt í þessum efnum og því ætti að meðhöndla þessar upplýsingar sem slíkar eða þar til eitthvað annað kemur í ljós.

Hérna er tímalína sem sýnir tilraun Kína til að leyna  meðhöndlun sinni á veirunni og útbreiðslu hennar, samkvæmt heimildum.

6. desember:

Maður, sem tengdur er villidýramarkaðinum í Wuhan, fær lungnabólgu einkenni. Fimm dögum síðar upplifði eiginkona hans, sem hafði engin bein tengsl við markaðinn, svipuð einkenni, sem bendir  til smitdreifingu milli manna, samkvæmt  læknatímaritinu „The Lancet“.

27. desember:

Zhang Jixian, læknir frá héraðssjúkrahúsi Hubei, segir heilbrigðisyfirvöldum að nýi sjúkdómurinn sem þá hafi haft áhrif á um 180 sjúklinga stafi af nýrri kórónaveiru, að því er South China Morning Post greindi frá.

31. desember:

Citizen Lab við háskólann í Toronto kemst að því að kínversk yfirvöld væru að ritskoða ákveðin internet skilgreiningar á samfélagsmiðlum, svo sem ,,óþekkt lungnabólga í Wuhan“, ,,SARS frávik“, ,,Wuhan fiskimarkaður“ og fleiri lykilorð sem fordæmdu meðhöndlun stjórnvalda á upplýsingum um faraldurinn.

1. janúar:

CNN birtir sögu Dr. Li Wenliang, einn af átta læknum í Wuhan sem vöruðu við útbreiðslu veirunnar á samfélagsmiðlum í lok desember. Hann endaði ekki aðeins á því að fá COVID-19 sjálfur heldur var hann kallaður „slúðrari með dylgjutal“ af lögreglunni í Wuhan, eftir að hann var settur í varðhaldi fyrir að hafa gefið rangar yfirlýsingar.

Hann neyddist einnig til að skrifa sjálfsgagnrýni þar sem hann sagði að viðvaranir sínar „hafi haft neikvæð áhrif,“ samkvæmt frétt „The Wall Street Journal“.

3. janúar:

Embættismenn innan heilbrigðismálanefndar Kína gefa fyrirmæli um að Wuhan-lungnabólgusýni verði flutt í prófunarstöðvar eða eyðilögð.

Heilbrigðisnefndin skipar einnig heilbrigðisstofnunum að birta engar vísindalegar upplýsingar sem tengjast veirunni, að sögn Caixin Global.

5. janúar:

WHO gefur frá sér yfirlýsingu sem svipaða upphaflega tilkynningu Kína frá 31. desember um „lungnabólgu af óþekktri orsök.“

Stofnunin skrifaði: „Byggt á bráðabirgðatölum og upplýsingum frá kínverska rannsóknateyminu, þá eru engar vísbendingar um smit milli manna og ekki hefur verið greint frá smitum meðal heilbrigðisstarfsmanna.“

6. janúar:

Bandaríska sjúkdómseftirlitið (The U.S. Centers for Disease Control (CDC)) bíður stjórnvöldum í Peking tæknilega þekkingu til að hjálpa við að greina veiruna. Þarlend stjórnvöld hunsa tilboðið í rúman mánuð ásamt tilboði heilbrigðis- og mannauðsþjónustu ráðherra Bandaríkjanna (Heath and Human Services Secretary), samkvæmt frétt New York Times.

14. janúar:

Yfirmaður nýsjúkdómadeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar skýrir frá því að „það er mögulegt að það sé takmörkuð smit frá manni til mannsa, hugsanlega meðal fjölskyldna, en það er mjög skýrt núna að við höfum enga vísbendingar né staðfest smit milli manna,“  greinir Reuters frá.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi einnig frá tvít eða kvak þar sem fullyrt var að kínversk yfirvöld hefðu framkvæmt frumrannsókn sem fann enga vísbendingu um kórónuveirusmit milli manna. Tvítið frá 14. janúar kom innan við tveimur mánuðum áður en WHO lýsti því yfir að COVID-19 væri heimsfaraldur.

21. janúar:

Viku síðar, lýkur sendinefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar tveggja daga vettvangsheimsókn til Wuhan og bendir á að „….gögn sem safnað er með ítarlegri faraldsfræðilegri rannsókn og með dreifingu nýja prófbúnaðarins á landsvísu benda til þess að smit milli manna fari fram í Wuhan. “

23. janúar:

Kínversk yfirvöld loka Wuhan af, eftir að hafa látið um það bil fimm milljónir manna yfirgefa borgina án læknisskoðunar vikurnar þar á undan, að sögn The Wall Street Journal.

6. febrúar:

Samkvæmt South China Morning Post hefur netritskoðunarvaktin í Kína aukið ritskoðun sína á samfélagsmiðlum, í kjölfar tilskipunar Xi Jinping forseta. Blaðamaður Citizen og fyrrum réttindalögfræðingur Chen Qiushi hverfur í Wuhan eftir að hafa sent farsíma myndbönd af troðfullum sjúkrahúsum og óánægðum fjölskyldum, samkvæmt frétt New York Times.

19. febrúar:

Samband stjórnvalda í Peking og bandarískra fjölmiðla versnar þegar fréttaréttur þriggja fréttamenna Wall Street Journal var afturkallaður. Fréttamennirnir fluttu fréttir um faraldurinn í Wuhan, samkvæmt blaðinu.

26. febrúar:

Li Zehua, blaðamaður sem starfaði hjá CCTV, er settu í varðhaldi, að sögn The Guardian. Hann tekur upp samskiptin.

11. mars:

Vísindamenn frá háskólanum í Southampton, í Bretlandi, segja að ef stjórnvöld í Peking hefði brugðist fyrr við faraldurinn, hefðu verulega færri tilfelli komið upp. Þeir sögðu að ef Peking hefði aðhafst þremur vikum fyrr hefði verið hægt að forðast 95 prósent tilfella.

27. mars:

Fréttaveitan Bloomberg greinir frá því að þúsundir duftkera hafi fundist á útfararheimilum í Wuhan, sem hafi vakið enn frekari vafa um að stjórnvöld Peking hefði lagt fram nákvæm gögn um dánarhlutfall. Radio Free Asia greindi frá því að 40.000 hafi mögulega látist þar, samanborið við opinberar skýrslur á þeim tíma um 3.200 dauðsföll í landinu öllu.

Heimild: https://www.foxnews.com/world/timeline-of-chinas-coronavirus-coverup

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR