Fréttaskýring: Það helsta úr nýjum Brexit samning

Það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir Breta að ná samningum við ESB vegna ótrúlegrar þvermóðsku og yfirgangs ESB forystunnar. Á tímabili voru kröfur ESB á þann veg að þeir ætluðust til að fá að halda áfram að stjórna því hverjir veiddu í lögsögu Breta enda voru fiskveiðimálin erfiðasta úrlausnarefnið.

Samningur virðist hafa náðst og hafa helstu atriði verið tíunduð í evrópskum fjölmiðlum og hvað samningur þýðir fyrir ESB borgara í ferðalögum, atvinnuleit og viðskiptum við Breta og öfugt.

Fólk getur eins og áður skotist í stutta heimsókn til Bretlands, í til dæmis helgardvöl. Það eina sem breytist er að fólk þarf að muna eftir passanum (eins og áður) og útfylla rafræna ferðaheimild áður en lagt er af stað. Ekki ólíkt svo kölluðu ESTA  leyfi áður en lagt er í hann til Bandaríkjanna. Svipað mun gilda um Breta sem vilja ferðast til ESB landa og Schengen landa. Það verður líka rukkað fyrir ferðaheimildir og talað er um sem svarar um eittþúsund íslenskar krónur fyrir umsókn.

Ekki verður hægt að nota sameiginlega bláa sjúkrasamlagskortið sem gildir í öllum ESB og EES ríkjum. Í ferðalögum til Bretlands verða ferðalangar að muna eftir að kaupa ferðatrygginar.

Verði flugi til Bretlands aflýst gilda ekki neytindalög ESB um endurgreiðslur heldur bresk. 

Ökuskýrteini ESB borgara gilda í Bretlandi eins og áður. Menn þurfa ekki að koma með sérstakt alþjóðlegt ökuskýrteini vegna þess. Þetta gildir um Norðmenn og Íslendinga líka.

Símtöl geta orðið dýrari þar sem tilskipun ESB um sama verð fyrir símtöl sama úr hvaða ESB landi er hringt gilda ekki lengur. Ekki er þó víst að það verði endilega þannig þar sem er undir breskum yfiröldum komið hvort þau leyfi að símafyrirtæki rukki meira fyrir símtöl inn og út úr Bretlandi. 

Aðgangur gælidýra að Bretlandi breytist ekkert frá því sem var svo lengi sem gæludýrið er með ESB passa og stenst þær kröfur sem bresk heilbrigðisyfirvöld gera um heilbrigði og eftirlit með gæludýrinu.

Vilji menn fara á veiðar í Bretlandi og taka veiðina með sér út úr landinu og inn í ESB land er það heimilt hafi menn heilbrigðisvottorð frá yfirvöldum um að veiðin/bráðin sé laus við sjúkdóma. Það er sama krafa og var áður og þar breytist í raun ekkert. 

Að fara í nám í Bretlandi verður ekki eins og áður að því leiti að nú þurfa menn formlegt leyfi og þurfa að útfylla pappíra vegna þess. Og það verður dýrara.  Erasmus+ gildir ekki lengur í Bretlandi eftir útgöngu.

Einstaka skólar í ESB löndum hafa þó gert sérsamninga við sína samstarfsskóla í Bretlandi sem mun liðka fyrir skiptinemum milli skólanna. Þeir sem nú þegar eru skráðir í nám í Bretlandi munu geta lokið því á upphaflegum forsendum og þurfa ekki að borga neitt aukalega. Ef fólk er nú þegar í námi í Bretlandi getur það verið það áfram eins lengi og það vill sæki það um leyfi fyrir mitt ár 2021. Reglurnar verða svo framvegis þannig að nemendur sem vilja nema í Bretlandi þurfa að sækja um „visa“ fyrir námsmenn. 

Búseta í Bretlandi

Þeir Evrópubúar sem nú þegar búa í Bretlandi geta gert það áfram án vandkvæða en verða að skrá sig fyrir 31. desember í ár. Fyrir þá munu öll réttindi haldast eins og að fara ókeypis til læknis eða réttur til eftirlauna.

Sömu reglur munu gilda um breta í Evrópu. Reglur um búsetu og annað munu svo breytast eftir 1. janúar 2021 varðandi fólk sem vill setjast að í Bretlandi. Þá ætla bretar sér að velja þá sem þeir vilja fá inn í landið eftir sértöku matskerfi. Þá verður fólk metið eftir menntun og hæfileikum og hvort til dæmis sé þörf á viðkomandi sem starfskrafti í Bretlandi. Því meira aðlaðandi sem Bretanum finnst þú vera, því fleiri stig skorar þú í umsókn um búsetu og atvinnu. Í því mati er ekki gerður greinarmunur á þeim sem koma frá ESB löndum eða löndum utan ESB.

Vörur geta orðið dýrari í netinnkaupum frá Bretlandi. Vörur sem pantaðar eru geta reynst nokkuð dýrari þegar upp er staðið. Það er vegna þess að nú bætist pappírsvinna ESB við. Þó ESB og Bretland hafi komist að samkomulagi um niðurfellingu tolla á ýmsum sviðum þurfa fyrirtæki að leggja í kostnað við útfyllingu ýmissa skýrslna fyrir ESB búrokratið. En það er svipað og þarf nú þegar að gera þegar keyptar eru vörur frá USA eða Kína. Vörur verða líka dýrari því nú þarf að greiða virðisaukaskatt í viðtökulandinu. Íbúar ESB mega nú ekki taka með sér hvaða matvöru sem er frá Bretlandi eins og áður. Bretland verður svokallað „þriðja land“. Dæmi um vörur sem ekki má taka með sér eru mjólk eða kjöt – að froskalærum og þörmum undanskildum!

Það verða líka takmörk á matvöru eins og fiskmeti, skelfisk og eggjum. Það sama gildir um ferðalanga sem koma til Bretlands frá öðrum löndum – það má ekki hafa hvaða matvöru sem er með sér inn í landið. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR