Fréttaskýring: Framkvæmdum við uppsetningu landamæragirðingar á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós haldið áfram

Suður landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó liggja næstum 3218 km yfir fjölbreytt landslag, með fjölbreyttum íbúaþéttleika og yfir ósamfelldum hlutum af almenningi, landi einkaaðila og ættbálka.

Heimavarnarráðuneytið (Department of Homeland Security (DHS)) og Toll- og landamæravarslan (Customs and Border Protection (CBP)) eru fyrst og fremst ábyrgð fyrir landamæraöryggi, þar með talið byggingu og viðhaldi á taktískum innviðum, en einnig uppsetningu og eftirliti með eftirlitstækni og dreifingu landamæravarða til að hindra að smyglarar smygli ólöglega innflytjendur og eiturlyf og annan smyglvarning til Bandaríkjanna (t.d. ólöglega farandverkamenn, hryðjuverkamenn, skotvopn og fíkniefni).

Bygging eða smíði landamærahindrana svo sem girðinga og veggja er tiltölulega nýr veruleiki  á suðurlandamærunum. Þessi mannvirki eru mismunandi eftir aldri, tilgangi, formi og staðsetningu. Í lok fjárhagsárs 2015 voru um það bil 1051 km – u.þ.b. þriðjungur af landamærunum – með einhvers konar hindranir.

Um það bil 482 km  eru „aðal girðing“, þ.e.a.s. fremri girðing, en á köflum er landamæragirðingin tvöföld; og hönnuð til að koma í veg fyrir að farartæki komist inn fyrir landamærin, svo kallaðar farartækjahindranir, og um það bil 563 km til viðbótar er hannað til að koma í veg fyrir fyrir fólk komist á fæti yfir landamærin – „fótgangandi fólks hindranir.“

Landamæravarslan notar ýmis efni fyrir girðinguefni gagnvart gangandi vegfarendur, þar með talið stálveggi, stálplötur og svo kallaðar Normandí hindranir (sem sem Þjóðverjar settu upp á strönd Normandí til að koma í veg fyrir að farartaki kæmust upp á ströndina).

Á ósamfelldum 59 km kafla er önnur lína af landamæragirðingu, sérstaklega þar sem er þéttbýli og borgir liggja saman á landamærunum. Að auki eru 22 km með þriðja stigs viðbótargirðingar (venjulega til að afmarka landamerki fasteigna).

Farartækjahindranir eins og þessi, er ætlað að koma í veg fyrir að farartæki komist yfir landamærin. Kallast öðru nafni Normandí girðing

Um það bil 82% af aðalgirðingunum er beint gegn gangandi vegfarendur og 75% af farartækja girðingum ökutækja voru smíðaðar á árunum 2006 til 2011 – þessar hindranir eru taldar „nútímalegar“.

Um 90% af helstu girðingum eru staðsettar við fimm landamæra- og skoðunarstöðvar í Kaliforníu, Arizóna og Nýja Mexíkó, en hin 10% sem eftir eru, liggja á fjórum svæðum á austurhluta landamæranna (aðallega í Texas) þar sem Rio Grande áin afmarkar stærstan hluta landamæranna og er talin nægileg landamæravörn.

Langflestar núverandi landamærahindranir – meira en 844 km – voru settar upp á árunum 2007 til 2009 í tíð forsetanna George W Bush og Barack Obama. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið reisa 265 km af nýrri landamæragirðingu, mest megnið þar sem fyrir voru gamlar og lélegar landamæragirðingar. Stefnt er á 819 km langri landamæragirðingu áður en forsetatíð Trumps lýkur.

Landamæravörður stendur við svo kallaða ,,gangandi vegfarenda girðingu”, sem er ætluð er að hindra för fótgangandi fólks yfir landamærin. og sett upp fyrir forsetatíð Donalds Trumps

Landamæravarslan leggur áherslu á að nýju landamæragirðingarnar sem Trump hefur látið reisa, eru ekki bara girðingar, heldur felst í þessu mannvirki margs konar tækni, nemar, hlið, veggir og annar búnaður. Þessi mannvirki eru reisulegri og halda betur úti glæpalýðnum sem eru ekki bara að smygla fólki (sumt af því eru glæpamenn) yfir landamærin, eins og áður sagði, heldur einnig eiturlyf, vopn og jafnvel hryðjuverkamenn.

Donald Trumps skoðar nýjan hluta af landamæragirðingunni sem hann hefur látið reisa,
miðvikudaginn 18. september, 2019, í Otay Mesa, Kaliforníu

Glæpalýðurinn gefst samt ekki upp, þótt ný tækni komi til sögunnar. Smyglarar reyndu 18 sinnum að brjóta yfir landamæra girðingu Trumps á einum mánuði á San Diego svæðinu seint á síðasta ári, samkvæmt skjölum sem Washington Post fékk í gegnum beiðni um frelsi til upplýsingalaga. Smyglarnir reyna að saga í gegnum girðinguna en einnig að klífa hana með stiga.  A.m.k. eitt dauðsfall má rekja til fólks sem reynt hefur að fara yfir 9 metra háa girðinguna og nokkurum sinnum hefur slökkviliðið þurft að koma með stigabíl, til að sækja það uppi á girðingunni en það hefur ekki þorað að fara niður Bandaríkjamegin án stiga.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR