Fréttamennska og hlutdrægni

Það er vandmeðfarið að stunda fréttamennsku í dag. Erfitt getur reynst að greina á milli umfjöllunar og gagnrýni.  Samfélagsmiðlarnir bjóða upp á þannig samskiptaform, það er freistandi að gagnrýna, sem er ef til vill aðeins í formi deilingar eða ,,læk“. Hvar liggja mörkin? Samherjar, sem er stórt útgerðarfyrirtæki hefur ákveðið að fara í hart gegn RÚV vegna umfjöllunar fjölmiðilsins um starfsemi þess og fara lögfræðileiðina á því sem þeir telja vera ranglæti og aðför að orðstír fyrirtækisins.  

Samherji hefur ákveðið að kæra. í frétt mbl.is segir að kær­an sögð byggj­ast á ákvæði siðareglna Rík­is­út­varps­ins en þar seg­ir: „Starfs­fólk sem sinn­ir um­fjöll­un um frétt­ir, frétta­tengt efni og dag­skrár­gerð tek­ur ekki op­in­ber­lega af­stöðu í umræðu um póli­tísk mál­efni eða um­deild mál í þjóðfé­lagsum­ræðunni, þ.á m. á sam­fé­lags­miðlum.“

Þetta getur reynst mörgum fréttamanni erfitt en starf síns vegna á hann að vera hlutlaus en hann er líka einstaklingur og borgari með sitt persónufrelsi. Af hverju má hann t.d. ekki kvarta yfir einhverju á Facebook sem einstaklingur?

Ef til vill er besta leiðin, sem Samherji getur gert og gerir, það er að kosta auglýsingar og gagnrýna viðkomandi fjölmiðlamenn fyrir rangfærslu eða fara í aðra fjölmiðla og lýsa skoðunum og leiðrétta eitthvað sem þeir telja hafa misfarist.

Þessi leið er farin hérna á Skinnu, að leiðrétta rangfærslur sem birtast í fjölmiðlum. Til þess eru tvær leiðir farnar, annars vegar í gegnum Huginn og hins vegar í gegnum ritstjórnarspjall, þannig að það fari ekki á milli mála, að það er verið að gagnrýna en ekki að birta frétt.  

Annars er fréttamennskan í dag á hálli braut. Enginn nennir lengur að leyna skoðunum sínum og a.m.k. á yfirborðinu, að þykjast vera hlutlaus. Svo má gera ríkari kröfur til RÚV í samanburði við aðra einkarekna fjölmiðla, því að fjölmiðillinn segist reka hlutlausa fréttamennsku. Enn má spyrja sig hvað ríkið er að skipta sér af fréttum yfirhöfuð og af hverju erum við með ríkisrekinn fjölmiðill, líkt og kommúnistaríki sem hefur ríkisfjölmiðil sem á að segja ,,réttar“ fréttir?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR