Framlengja brottfararfrest til að koma hælisleitendum úr landi

Danska ríkisstjórnin ætlar að  fá fleiri hælisleitendur sem hafnað hefur verið um hæli til að yfirgefa Danmörku með því að framlengja brottfararfrestinn sem þeir hafa til að koma sér úr landi.

Það kemur fram í nýjum lögum sem send verða til samráðs við aðra flokka á danska þinginu á mánudaginn.

Þeim er ætlað að gera fjölskyldumeðlimi í fjölskyldu hælisleitenda án lögheimilis í Danmörku og sem hefur samþykkt að fara sjálfviljugur úr landi mögulegt að ferðast heim áður en restin af fjölskyldunni kemur, sem fær þá brottfararfrest líka framlengdan í allt að 90 daga.

Fjölskyldumeðlimurinn sem hefur þá yfirgefið Danmörku getur þá til dæmis undirbúið húsnæði og skólagöngu fyrir börnin í heimalandinu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR