Frakkar hóta Bretum

Frakkar hóta að loka höfnum fyrir Breskum fiskiskipum,
ef Brexit endar samningslaust,
eða með samning þar sem Bretar loka landhelgi sinni fyrir Frökkum.

Samkvæmt tölum frá því árið 2012 þá fluttu Bretar út c.a. 466 þúsund tonn af fisk og fluttu inn c.a. 754 þúsund tonn. Ef þeir éta sjálfir útflutninginn þá vantar þeim samt 288 þúsund tonn sem verður að koma með innflutningi, t.d. frá ESB, þ.e.a.s. ef Bretinn vill það. Þetta ár keyptu Breta 29 Þúsund tonn af þorsk frá Íslandi og svipað frá ESB. Þorskkvótinn hjá okkur í ár verður um 264 þúsund tonn og er ábyggilega hægt að fylla í skarðið fyrir ESB.

Frakkar hafa ekkert lært af viðskiptum sínum við Trump. Þeir haga sér eins og að andstæðingurinn eigi engin mótspil. Svona hátterni stofnar öllum viðskiptum meginlandsins við Bretland í hættu og gæti farið svo að sambandið tapaði 100 Milljarða árlegum söluhagnaði meginlandsins við Bretland. Miðstjórn sambandsins getur ekki einu sinni fyllt upp í fjárlagagatið sem Brexit skildi eftir sig upp á 10 Milljarða, hvernig eiga þeir þá að ráða við samdrátt upp á 100 Milljarða í viðbót með viðeigandi atvinnuleysi.


Þjóðverjum hefur verið bent á að yfirgefa sambandið eftir Brexit. Þeir einir ráða ekki við síendurtekin mistök Frakka.

Bretar eru að verða klárir með samninga við Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Indland, Ísland og fleirri. En helmingur af bæði inn- og útflutningi Bretlands í dag er við ESB sem gæti breyst eftir útgöngu. Dónaskapur og hótanir frá ESB eru bara til að tryggja að Bretar færi viðskipti sín til annarra landa. Evrópusambandinu vantar alveg kurteisi, en það er of seint að redda því, þessum leik fer bráðum að ljúka.

Best er að heyra þetta frá Bretum sjálfum. Hér er mjög gott viðtal við Sir George Iain Duncan Smith úr flokki Íhaldsins, þar sem hann fer yfir bæði samskipti og viðskipti Breta við meginlandið, sem og framtíðarhorfur.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR