Frænka Kim Jong-un skýtur upp kollinum við hlið einræðisherrans

Kim Kyong Hui systir hins látna einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong II, virðist aftur vera komin í náðina hjá einræðisherranum Kim Jong-un.

Maður hennar, Jang Song thaek og frændi Jong-un sem nú stjórnar landinu, var á sínum tíma talin næst valdamesti maður Norður-Kóreu en núverandi einræðisherra lét taka hann af lífi af hræðslu við að völd hans væru orðin of mikil.

Hann var handtekinn í beinni útsendingu frá fundi á vegum kommúnista flokksins og þótt það mjög niðurlægjandi fyrir hann og leikurinn til þess gerður.

Það að frænkan og eiginkona Jang Song thaek sé aftur komin fram á sjónarsviðið kemur stjórnmálaspekingum á óvart. Lengi vel var talið að hún hefði líka verið tekin af lífi og gengu sögusagnir um að aftaka hennar hefði verið hrottaleg líkt og aftaka eiginmanns hennar. Heimildir leyniþjónustu Suður-Kóreu hermdu að hann hefði verið tekin af lífi á þann hátt að óðir, svangir hundar hefðu verið látnir rífa hann í sig. Sama má segja um varnarmálaráðherrann sem sofnaði á ríkisstjórnarfundi. Sagan segir að hann hafi verið tekin af lífi með öflugum loftvarnarbyssum. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR