Forsetakosningarnar 2020 – Baráttan um Bessastaði – Málskotsrétturinn

Það er byrjaður kosningaskjálfti í sumum og ýmsir aðila byrjaðir að íhuga forsetaframboð, bæði opinberlega og bakvið tjöldin. Aðeins eitt nafn hefur verið nefnt fyrir utan forsetann sjálfan, en það er nafn Guðmunds Franklíns Jónssonar, athafnamanns og hagfræðings. Enn er góður tími í að frambjóðendur skili inn meðmælendalistum en ljóst er, ef Guðmundur safnar nægum undirskriftum, þá stefnir í kosningabaráttu um forsetastólinn.

Miklvægasta vald forseta Íslands, fyrir utan skipan ríkisstjórnar, er beiting málskotsréttarins. Lengi vel héldu menn að lagaákvæði um hann væri einungis dauður lagabókstafur en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sannaði annað og beitti honum í fyrsta sinn í sögu íslenska lýðveldisins og var þar með fyrsti forsetinn til þess að neita að skrifa undir lög frá Alþingi, þ.e. svo nefnt fjölmiðlafrumvarp en samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar ber þá að leggja lögin undir þjóðaratkvæðargreiðslu, til þess kom ekki í þetta skiptið þar sem ríkisstjórnin ákvað að draga hið umdeilda frumvarp til baka áður en til þess kæmi.

Þó að það séu skiptar skoðanir eru á meðal fræðimanna um raunverulega merkingu 26. greinarinnar, það er hvort að forseti geti yfirleitt beitt henni sökum hefða fyrrum forseta, þá er greinin sjálf hins vegar afdráttarlaus. Ef hún væri merkingalaus, þá ber að afnema hana úr lögum en hefðir eiga ekki að skipta máli þegar kemur að lögum, þau eiga sjálf að tala fyrir sig.

Enn lét Ólafur Ragnar Grímsson til skara skríða er hanni hafnaði undirskrift umdeildra Icesave-laga þann 5. janúar 2010 og stóð þar með umbjóðendum sínum, þjóðinni í landinu, en mikil fjöldi undirskrifta söfnuðust gegn lögunum. Forseti sagðist með neituninni vilja vísa lögunum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur er eini forseti lýðveldisins sem neitað hefur að skrifa undir lög, fyrst árið 2004 og síðar 2010.

Meirihlutinn á Alþingi Íslendinga reyndi að bjarga andliti og breytti Icesave-lögunum en allt kom fyrir ekki.  Ólafur vísaði Icesave-lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu 2011 og hafnaði  þar með staðfestingu nýrra laga um Icesave og vísaði þeim til þjóðaratkvæðis 20. febrúar það sama ár.  Skemmt er frá því að segja Icesave-lögunum var hafnað af þjóðinni.

Þarna starfaði löggjafasamkunda Íslands, Alþingi, með 63 einstaklinga innanborðs, gegn hagsmunum þjóðarinnar. Enn og aftur sannaði fulltrúalýðræðið sig vera gallað manna verk frá 19. öld.

Í forsetakosningunum 2016, voru forsetaframbjóðendurnir spurðir út í afstöðu sína gagnvart málsskotsréttinum. Stundin lagði fram spurningu sem er eftirfarandi: ,,Hvað finnst þér um málsskotsrétt forseta og í hvaða tilfellum getur þú séð fyrir þér að nýta hann?“

Núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, svaraði spurningunni eftirfarandi:

 „Hann á að vera í stjórnarskrá, en það er mér hjartans mál að í stjórnarskrá komi jafnframt það ákvæði að tiltekinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild lög.

Þannig færist þessi réttur fólksins beint í hendur þess, við eigum ekki að þurfa þennan milligöngumann á Bessastöðum. Samt finnst mér til vonar og vara að forseti eigi að hafa áfram vald til þess að synja lögum staðfestingar, þótt áskoranir berist honum ekki. Það gæti verið vegna hans sjálfs, að sannfæring hans banni honum að skrifa undir lög og það gæti verið við einhverjar algjörlega ófyrirsjáanlegar aðstæður að ekki vinnist tími til að safna undirskriftum, óvissuástand sé með þeim hætti eða eitthvað slíkt, þannig að þetta er mín sýn á synjunarvaldið: Færa það beint til fólksins, en hafa það áfram í höndum forseta vegna einhverra sérstakra ófyrirsjáanlegra ástæðna.“

Sjá slóðina:

https://stundin.is/frett/frambjodendur-standa-fyrir-svorum-malskotsrettur/?fbclid=IwAR0lONLAHiKpNkVS3Fms0VdcprpTb97ft4PWKL-k7jCWV3OfU59kBxYbkng

Með þessum orðum, og það hafa fáir tekið eftir því, virðist Guðni vilja forðast að  taka sjálfur afstöðu sem forseti og neita þann kaleik að þurfa að taka ákvörðun fyrir hönd þjóðarinnar. ,,við eigum ekki að þurfa þennan milligöngumann á Bessastöðum“, segir hann en segir á sama stað að þennan öryggisventil þurfi. Það er erfitt að ráða í afstöðu hans með því að lesa svar hans. Best væri að skoða hvað raunveruleikinn hefur leitt í ljós eftir að hann settist á forsetastól.

Nú hefur lítið reynt á þennan málskotsrétt, síðan Guðni tók við forsetaembættinu en það var þó eitt mál sem hefði getað gefið tilefni til afskipta forseta, en það er orkupakkamálið svonefnda.  Mjög umdeilt mál og miklar deilur og umræður áttu sér stað um málið.  Stofnaðir voru hópar gegn samþykkt orkupakkans, en allt kom fyrir ekki, orkupakkinn var samþykktur á Alþingi með fögnuði sumra og gremju annarra. Guðni Th. Jóhannesson undirritaði og staðfesti lögin þrátt fyrir háværar kröfur frá ýmsum aðilum, einkum frá hópnum Orkan okkar. Í kjölfarið fóru einhverjir í það að safna undirskriftum til að skora á forseta Íslands að beita málskotsrétti sínum og synja staðfestingu á lögunum.

Ekki var látið orðin tóm, þrátt fyrir stuttan tíma, í byrjun ágúst, var birt áskorun til forseta á vefnum synjun.is og hófst um leið söfnun undirskrifta. Svo var undirskriftalisti afhendur forsetanum með áskorun um að hann setji málið í þjóðaratkvæði. 

Guðni birti tilkynningu og kynnti afstöðuna sína. Þar segir m.a.: ,,Í gær, hinn 5. september, tók ég á móti lista með nöfnum þeirra sem höfðu á rafrænan hátt lýst yfir fylgi við þessa áskorun, samtals 7.643 nöfn. Það eru rúm þrjú af hundraði kjósenda. Ég þakka þeim sem lýstu þannig afstöðu sinni í mikilvægu álitamáli.“

Síðar í ágústmánuðinum tók forsetinn á móti fulltrúum samtakanna Orkan okkar með samsvarandi áskorun og kom fram á synjun.is. Hann hlusta á rök samtakanna en ákvað samt sem áður að skrifa undir orkupakkalögin.

 Í aðdraganda forsetakjörs 2016 lýsti ég stuðningi við þá hugmynd um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins að sett yrði ákvæði um að tiltekinn fjöldi kjósenda geti með beinum hætti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög Alþingis.

Í rökstuðningi sínum fyrir að skjóta málið ekki í hendur þjóðarinnar sagði Guðni Th. eftirfarandi: ,,Ég kvaðst einnig styðja aðrar stjórnarskrárbreytingar, ekki síst að ákvæði um forseta Íslands yrðu endurskoðuð þannig að þau lýstu á skýrari hátt stöðu forseta en bæru ekki sterkan keim af uppruna í konungsríki fyrir daga þingræðis og lýðræðis. Í umræðum um endurskoðun stjórnarskrárinnar frá því í byrjun þessarar aldar hefur auk þess reglulega verið bent á að ákvæði hennar um forseta Íslands séu orðuð þannig nú að þau dragi ekki upp rétta mynd af stjórnskipun landsins nema þau séu lesin í fullu samhengi hvert við annað….Þessum sjónarmiðum hef ég einnig lýst á forsetastóli.“

Samtökin Orkan okkar sögðu að forseti sækti umboð sitt til þjóðarinnar og gæti samkvæmt stjórnarskrá gripið til úrræða ef honum þætti ástæða til. Almennt hefur þó verið litið svo á að það vald, sem forseti hefur samkvæmt stjórnarskrá, framselji hann ráðherrum sem fara með það. Því liggi það vald í raun hjá ráðherrum en ekki forseta. Undantekningin er málskotsréttur forseta, samkvæmt  26. grein stjórnarskrárinnar. Sá málskotsréttur, eða synjunarvald, snýr þó aðeins að lögum sem Alþingi samþykkir. Það á ekki við um þingsályktunartillögur segja sumir.

Þess ber að geta að þriðji orkupakkinn var innleiddur í formi tveggja þingsályktana og tveggja lagasetninga. ,,Þingsályktanir fara ekki inn á borð forseta og að því leyti er málið ekki sambærilegt við Icesave og fjölmiðlalögin, segir Eiríkur Bergmann í viðtali við RÚV þann 5. september,.2019 . Forsetinn gat neitað að undirrita lögin og þá fóru þau í þjóðaratkvæði. Sú varð reyndar ekki raunin með fjölmiðlalögin því ríkisstjórnin dró þau til baka áður en kom til þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Þetta er þröng skilgreining hjá Eiríki Bergmann á 26. grein stjórnarskrárinnar því að forsetinn þurfti að samþykkja orkupakkann á endanum sem var eins og áður kom fram, í formi tveggja þingsályktana og tveggja lagasetninga.

Í rökstuðningi samtakanna Orkan okkar kemur þetta fram: ,,Forseti Íslands er meðal annars kjörinn til þess að vaka yfir því að landinu sé ætíð lýðræðislega stjórnað og stjórnvöld virði stjórnarskrána. Forsetinn sækir umboð sitt til þjóðarinnar og getur samkvæmt stjórnarskránni gripið til úrræða telji hann tilefni til.“

Önnur rök samtakanna, sem Guðni Th Jóhannesson virðist ekki taka afstöðu til, en eru athyglisverð, en það er réttur forsetans til að gera samninga við önnur ríki samkvæmt stjórnarskránni.

Í áskorunni segir í neðanmálsgrein: ,,Samkvæmt  21. gr. stjórnarskrárinnar gerir forsetinn samninga við önnur ríki en af því leiðir að breytingar á slíkum samningum taka ekki gildi án samþykkis forseta. Í 16. gr. segir að mikilvægar ákvarðanir skuli bera undir forseta í ríkisráði. Í 18. gr. er ráðherrum falið að bera mál sem þeir undirrita undir forseta. Samkv. 15. grein veitir forseti ráðherrum lausn. Með ákv. 24. gr. er forseta falið vald til að rjúfa þing og boða til kosninga.“

Vera má að samningagerð forsetans við önnur ríki séu orðin tóm og ákvarðanir um milliríkjasamninga séu í höndum framkvæmdar- og löggjafarvalds, eða svo gætu sumir haldið og margir héldu með málskotsréttinn.

Ef þetta er tómur lagabókstaður, þá á að afnema hann með það sama eða breyta orðalaginu. Ef horft er af víðu sjónarhorni á þessa grein, þá gefur hún a.m.k. til kynna að forsetinn hefur eitthvað um málið að segja, úr því að stjórnarskráin segir það, því að ,,…breytingar á slíkum samningum taka ekki gildi án samþykkis forseta.“  Ef forseti er ekki samþykkur  (þá væntanlega vegna andstöðu þjóðarinnar) og áskorun hefur borist frá hluta þjóðinnar í formi undirskriftalista, þá ber honum að setja málið í hendur þjóðarinnar.

Með tilvísan í 21. grein stjórnarskráarinnar um samþykki forseta Íslands á samningum við erlend ríki og 26. grein hennar um málskotsrétt forseta Íslands (munum að orkupakkamálið var í formi þingsályktana og lagasetninga og Guðni skrifaði undir sem forseti Íslands), ásamt undirskritalistum, hefði Guðni Th. Jóhannesson haft nægan grundvöll til að skjóta málinu til þjóðarinnar.

Munum líka að að hann sagði í aðdraganda forsetakjörs 2016: ,,Samt finnst mér til vonar og vara að forseti eigi að hafa áfram vald til þess að synja lögum staðfestingar, þótt áskoranir berist honum ekki. Það gæti verið vegna hans sjálfs, að sannfæring hans banni honum að skrifa undir lög og það gæti verið við einhverjar algjörlega ófyrirsjáanlegar aðstæður að ekki vinnist tími til að safna undirskriftum.“ 

Fróðlegt verður því að heyra afstöðu væntanlegra forsetaframbjóðenda til málsskotsréttsins, sérstaklega þegar hann er orðinn virkur og áhrifamikið vopn í höndum forseta Íslands, þ.e.a.s. ef hann vill beita þessu vopni.

Munum að ákvörðun um að vísa málum í þjóðaratkvæðisgreiðslu, getur aldrei verið röng, því að endanlegt vald er alltaf í höndum þjóðarinnar, ekki í höndum Alþingis. Þjóðin ræður! Forsetinn starfar í umboði þjóðarinnar og hann má aldrei gleyma því og fara eftir vilja hennar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR