Forsetaefni í kappræðum við sjónvarpsspyril

Óhætt er að segja að mikill hiti hafi hlaupið í sjónvarpskappræðurnar á Stöð 2 í gærkvöldi. En hann skapaðist ekki milli forsetaframbjóðenda, heldur milli Guðmund Franklín Jónssonar og Heim­i Már Pét­urs­sonar.

Guðmundi fannst þáttastjórnandi ekki vera sér vilhallur og hann legði fram spurningar sem ættu ekki heima í kappræðum um forsetaembættið.

Heimir Már vildi tengja Guðmund Franklín við Donald Trump, eins og það væri eitthvað skammarlegt en Guðmundur svaraði því að forsetarnir Trump, Pútín né Macro ættu ekki heima í sjónvarpkappræðum um íslensk málefni og forsetaembættið.

Eflaust hefur hitinn skapast af því að þessi þáttastjórnandi valdist í spyrilhlutverkið, en þess má geta að Heimir Már og Guðmundur Franklín mættust áður í þættinum Víglínan. Þar hitnaði líka í kolunum og ljóst mátti vera að knúningurinn myndi halda áfram.

Guðmundur og Guðni tókust líka aðeins á og deilt var um rasisma og hvort hvort aðilinn væri stoltur af því að vera Íslendingur.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR