Flugvélar til Danmerkur og Noregs með Afgana: Ein þegar lent á Kastrupflugvelli

Ein flugvél er á leið til Danmerkur með brottflutta frá Afganistan þar sem talibanar hafa tekið völdin.

Þetta staðfestir danska utanríkisráðuneytið, að sögn Ritzau.

Að sögn flugþjónustunnar FlightRadar24 á fyrsta flugvélin að lenda á Kaupmannahafnarflugvelli um klukkan 23 og staðfest er að sú vél er lent.

Ekki er vitað hvenær flugvél númer tvö mun lenda en ekki er heldur ljóst hvort hún verður á Kaupmannahafnarflugvelli.

Utanríkisráðherra Noregs staðfestir við norska ríkisútvarpið í kvöld að ein flugvél sé á leið frá Afganistan og lendi í kvöld um svipað leiti og þær dönsku.

Um borð eru ríkisborgarar þessara landa og ríkisborgarar annarra Evrópulanda.

Von er á flugvél til Svíþjóðar með 41 afgana en ekki er staðfest hvenær hún kemur. Ráðamenn í Svíþjóð hafa gefið út að þeir geti illa hugsað sér að opna landið fyrir fjölda Afgana líkt og þeir hafa áður gert.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR