Flugvélar til Danmerkur og Noregs með Afgana: Ein þegar lent á Kastrupflugvelli

Ein flugvél er á leið til Danmerkur með brottflutta frá Afganistan þar sem talibanar hafa tekið völdin.

Þetta staðfestir danska utanríkisráðuneytið, að sögn Ritzau.

Að sögn flugþjónustunnar FlightRadar24 á fyrsta flugvélin að lenda á Kaupmannahafnarflugvelli um klukkan 23 og staðfest er að sú vél er lent.

Ekki er vitað hvenær flugvél númer tvö mun lenda en ekki er heldur ljóst hvort hún verður á Kaupmannahafnarflugvelli.

Utanríkisráðherra Noregs staðfestir við norska ríkisútvarpið í kvöld að ein flugvél sé á leið frá Afganistan og lendi í kvöld um svipað leiti og þær dönsku.

Um borð eru ríkisborgarar þessara landa og ríkisborgarar annarra Evrópulanda.

Von er á flugvél til Svíþjóðar með 41 afgana en ekki er staðfest hvenær hún kemur. Ráðamenn í Svíþjóð hafa gefið út að þeir geti illa hugsað sér að opna landið fyrir fjölda Afgana líkt og þeir hafa áður gert.

MEST LESIÐ

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on telegram

AÐRAR FRÉTTIR