Flóamarkaður, bjórbíll, gæsa -og hreindýraborgari og lifandi tónlist í Kópavogi

Vesturbæingar í Kópavogi gera sér glaðan dag þessa helgi. Efnt er til flóamarkaðar í garðinum við verslun Brauðkaupa sem staðsett er við Borgarholtsbraut gegnt  sundlauginni. Blaðamaður skinna.is kom þar við í dag. Reist hefur verið samkomutjald yfir flóamarkaðinn. Í gær var tónlistaratriði í tjaldinu og gátu tónlistargestir splæst á sig öli úr bjórbíl sem staðsettur er við flóamarkaðinn. En þar var líka selt úr bíl ákaflega ljúffengur skyndibiti svo sem gæsaborgari og hreindýraborgi.

Í kvöld verður aftur lifandi tónlist og búast má við að vesturbæingar í Kópavogi og nágrenni hafi það huggulegt við kertaljós en margt er boðið til kaups í tjaldinu. Meðal annars þessi skemmtilegu kerti sem að sögn þeirra Lilju og Guðrúnar sem framleiða þau, hafa selst vel og þykja öðruvísi og skemmtileg. Þau má líka kaupa í netverslun þeirra mæðgna á slóðinni gloandikerti.com.

Þar er líka boðið upp á andlitsmálun fyrir börn eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Boðið upp á andlitsmálun fyrir börn.

Kertin frá fyrirtækinu glóandi kerti eru með fallega lögun og öðruvísi en blaðamaður hefur áður séð.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR