Fjölmiðlar ýta undir hatursorðræðu gegn lögreglunni með röngum myndum

Fréttavefurinn visir.is birtir frétt um merki sem lögreglukona á að hafa borið á lögreglubúningi sínum og vísað er í umræðu sem spunnist hefur á netinu vegna þeirra. Þar er því haldið fram að merkin séu tákn rasisma og birtir miðilinn myndir af ákveðnum merkjum sem sögð eru tengjast hópum sem eiga að vera rasískir.

Þegar myndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að merkin er ekki þau sömu og sjást á mynd af umræddri lögreglukonu nema eitt sem er íslenski fáninn. Hin merkin sem sjást greinilega á myndinni virðast vera af þjóðfánum annarra Norðurlanda. Í fjölmiðlum og á öðrum miðlum hefur verið dreift myndum af merkjum sem ekki sjást á búning lögreglukonunnar. Í umræðunni sem fylgt hefur frétt visir.is og annarstaðar á netinu hefur gætt mikillar hatursorðræðu í garð lögreglunnar. Af staðreyndum málsins að dæma virðist sem vísvitandi hafi verið dreift þeim orðrómi og myndafölsunum um að lögreglumenn skarti merkjum öfgahópa. Það hefur lengi tíðkast að lögreglumenn skiptist á merkjum við kollega sína í öðrum löndum. Af myndinni sem er upphaf málsins má greinilega sjá íslenska fánann og fána annarra Norðurlanda eins og áður segir. 

Fréttaflutningur visir.is er því mjög villandi og virðist sem verið sé að ýta undir andúð á lögreglunni með honum. Frétt visir.is er með fyrirsögninni „Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði“

Hvers vegna fánar Norðurlandanna vekja reiði kemur ekki fram í frétt visir.is en gefið í skyn að um sé að ræða eitthvað allt annað en greinilega sést á myndinni sem fréttaljósmyndari Morgunblaðsins tók fyrir nokkrum árum. Jafnframt virðist sem umræðan snúist um að það sé eitthvað rasískt við það að bera á sér þjóðfánann.

Ef grannt er skoðað sést að þau merki sem eiga að vera á búning lögreglukonunnar eru þar ekki, nema íslenski fáninn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR