Finnland: Hægðu meira á veirunni en gott er?

Kónónaveiran hefur náð minni útbreiðslu í Finnlandi en öðrum Norðurlöndum. Nú heldur forstöðumaður smitvarna í  Finnlandi að ef til vill hafi verið hægt of hratt á veirunni og afleiðingarnar verði faraldur í vetur og að veirufaraldurinn muni vara lengur í Finnilandi en annarstaðar. Finnska smitvarnastofnunin telur að toppnum á faraldrinum sé ekki náð og lengra sé í hann en annarstaðar. Þetta séu hinar neikvæðu hliðar á þeim ströngu ferða -og samkomutakmörkunum sem Finnar settu í landinu strax í upphafi. Þar af leiðandi verði toppinum ekki náð fyrr en einhvern tíma í vetur segir Mika Salminen forstöðumaður hjá finnsku smitvarnastofnuninni.

Það sem er hinsvegar jákvætt er að vegna þessa muni heilbrigðiskerfið ekki fara á hliðina vegna mikilla innlagna af völdum veirunnar.

„Þegar við innleiddum strangar ferða -og samkomutakmarkanir vissum við ekki hvernig faraldurinn myndi þróast. Nú sjáum við að ef til vill bremsuðum við útbreiðsluna meira en við ætluðum okkur,“ segir Salminen. Hann segist slá því föstu að fleiri en tíu þúsund séu smitaðir í landinu. Finnar settu strangar ferðatakmarkanir í upphafi kórónuveirufaraldursins og lokuðu til dæmis höfuðborginni og umhverfi hennar alveg af frá restinni af landinu. Þeim var seinna aflétt þar sem yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að lokunin stríddi gegn stjórnarskrá Finnlands. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR