Fínasta ferðaveður var í dag

Samkvæmt veðurstofunni hefur verið fínasta ferðaveður í dag, jóladag.

Við því má búast að margir hafa verið á ferðinni í dag í jólaboðum og er skinna.is kunnugt um fólk sem var á leiðinni í jólaboð austur fyrir fjall og lét vel af færðinni. 

Landskort veðurstofunnar leit svona út í dag og ekki útlit fyrir annað en að ágætt veður haldist fram að helgi. Á vef veðurstofunnar er spáin þannig fram til 27. desember:

„Suðvestan 5-10 m/s og N til, en annars mun hægari vindar og skýjað með köflum. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innvsveitum á N-landi. Austlæg átt á morgun, víða 8-13, en 15-20 við suðurströndina. Rigning eða slydda með köflum á sunnanverðu landinu, en þurrt að mestu fyrir norðan til kvölds og hlýnar heldur.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR