Fésbókin aðvarar Jón Magnússon: Má ekki segja frá hverjir eru að reyna að komast yfir grísku landamærin?

Jón Magnússon segir frá því á fésbókinni að hann hafði fengið aðvörun frá fésbókinni vegna færslu sem hann setti inn um stöðu mála á landamærum Grikklands og Tyrklands.

Jón benti á þá staðreynd að langfæstir þeirra sem væru að reyna að komast yfir landamærin, eftir að Erdogan tilkynnti að þau væru opin, langfæstir væru fólk frá Sýrlandi.

„Gríska lögreglan og herinn reynir að stugga burtu ólöglegum innflytjendum, sem reyna að brjótast í gegnum landamæragirðingar. Meirihlutinn eru afganir, en aðeins 4% eru Sýrlendingar. Svo talar góða fólkið, fjölmiðlarnir og stjórnmálamennirnir alltaf um Sýrlendinga á flótta. Af hverju finnst þeim ekki eðlilegt að segja satt um þennan skipulagða straum ólöglegra innflytjenda,“ sagði Jón Magnússon í færslu sinni á fésinu. 

Stuttu seinna bætti Jón við athugasemd: „Sérkennilegt að eftir þessa færslu fékk ég fyrstu viðvörunina frá fésbók um að þeir áskildu sér rétt til að fjarlægja færslur. Er efni þessarar færslu sem segir frá staðreyndum um þjóðerni þeirra sem eru að reyna með valdi að brjótast yfir grísku landamærin röng, meiðandi eða ósiðleg?“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR