Evrópa á hliðinni eftir óveður

Óveðrið sem gekk yfir Evrópu í gær fékk fyrst nafnið Ciara en heitir Sabine í Þýskalandi.

Vindhviður með vindhraða umfram 160 km á klukkustund hafa meðal annars verið skráðar í Bæjaralandi. Breskir veðurfræðingar telja Ciara líklega versta storminn í Bretlandi það sem af er þessari öld.

Óveðrið skall á fjölda Evrópulanda á meðan Norðmenn voru að búa sig undir öfgakennda veðrið Elsa og afar háa vatnshæð.

Þak fauk á mæðgur

Í Póllandi létust kona og 15 ára dóttir hennar á skíðasvæði á mánudag. Þak lentu á þeim sem  hafi rifnað af byggu í nágrenninu.

Maður drukknaði í Svíþjóð þegar bátur sökk við Fegen-vatnið. Og bæði í Englandi og Slóveníu létust fólk þegar tré lenti á bílum.

Á sama tíma lést einn maður í þýska ríkinu Hesse þegar bifreið keyrði inn í vörubíl sem notaður var við vinnu við að fjarlægja rusl sem fokið hafði út á hraðbraut.

Flugi aflýst og mikið rafmagnsleysi

Flóð olli miklu tjóni í Bretlandi og 130.000 heimili í Frakklandi urðu rafmagnslaus. Í Póllandi voru líka tugþúsundir án rafmagns.

Veðrið olli miklum usla í loft- og járnbrautaflutningum. Yfir 700 flugferðum í Þýskalandi var aflýst og á Schiphol-flugvelli í Amsterdam var samtals yfir 400 aflýst á sunnudag og mánudag.

Í Sviss hefur nokkrum ferðum lesta og kláfum verið aflýst. Skólum var einnig lokað eftir að vindhviður fóru uppí allt að 148 km á klukkustund.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR