Eru Sameinuðu þjóðirnar misheppnuð alþjóðasamtök?

Sameinuðu þjóðirnar hafa verið mjög svo í sviðsljósinu undanfarinn mánuð, fyrst vegna fordæmalausu gagnrýni og ályktun gegn utanríkisstefnu Bandaríkjanna í málefnum Ísraels en svo vegna viðbragða Bandaríkjastjórnar er hún brást við með því að skera niður framlög sín til samtakanna.

En hver er þessi stofnun og er hún til gagns? Hefur hún náð lengra en þær alþjóðastofnanir sem áður voru?

Ef litið er á Wikipediu, íslensku útgáfuna, þá segir þar að að Sameinuðu þjóðirnar séu alþjóðasamtök stofnuð 1945 sem nú hafa 193 aðildarríki. Öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu, eru nú meðlimir. Vatíkanið á eina varanlega áheyrnarfulltrúann og getur sóst eftir fullri aðild ef það kýs svo. Höfuðstöðvar samtakanna eru í New York-borg, þar sem aðildarríkin koma saman á reglulegum fundum til að taka ákvarðanir um margs konar mál sem samtökin koma að.

Ennfremur segir þar að Sameinuðu þjóðirnar skiptast í sex stofnanir: allsherjarþingið, öryggisráðið, efnahags- og félagsmálaráðið, gæsluverndarráðið, aðalskrifstofuna og alþjóðadómstólinn. Að auki eru fjölmargar undirstofnanir, til dæmis UNICEF og WHO. Valdamesti og mest áberandi embættismaður Sameinuðu þjóðanna er aðalritarinn.

Það er augljóst að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert marga góða hluti og leitt margt gott til lykta. Fyrst og fremst eru Sþ. nauðsynlegur vettvangur og í raun eini vettvangurinn þar sem allar þjóðir heims og fulltrúar mannkyns geta komið saman. Samræður og samvinna er lykillinn að að leysa alheimsvandamálin sem steðja að mannkyninu og ber þar hæst um þessar munir hnattræn hlýnun jarðar.  Loftslag virðir engin landamæri og því þarf mannkynið allt í sameiningu að vinna saman. Meiri segja Bandaríkjamenn skynja það og því hafa þeir ekki látið verða af því að yfirgefa samtökin né skera alfarið niður framlög sín til Sþ., þótt niðurskurðurinn er núna ríflegur enda leggja þau þjóða mest fram til samtakanna í formi fjármagns.

En eins og með öll mannanna verk og stofnanir eru Sameinuðu þjóðirnar ekki undanskilnar gagnrýni og mörg mistök hafa átt sér stað, hneyksli og spilling og af nógu er af taka.

En lítum fyrst á hvers vegna SÞ voru stofnaðar og í ljósi hvera aðstæðna. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar eftir lok síðari heimsstyrjaldar af sigurvegurum stríðsins í þeirri von að samtökin myndu koma í veg fyrir frekari stríð í framtíðinni vegna sameiginlegra öryggishagsmuna aðildarríkja. Núverandi uppbygging samtakanna ber vott um þær aðstæður sem uppi voru þegar þau voru stofnuð; sérstaklega sér þeirra stað í Öryggisráðinu, þar sem fimm ríki hafa fast sæti og neitunarvald. Sitt sýnist hverjum hvernig gengið hefur að uppfylla þetta markmið en stríð hafa geyst á jörðinni allar götur síðan stofnun þeirra og hefur hlið Janusar ekki verið lokað eitt einasta ár.  Hins vegar má þó segja, hvort sem það er samtökunum til tekna eða ekki, þá hefur dregið úr stríðsátökum á alþjóðavísu eftir því sem leið á 20. öldina. Það má ef  til vill skýra með því að nýlendurnar höfðu flest allar fengið sjálfstæði og því dregið úr stríðsátökum þess vegna. En það er á hreinu að Sameinuðu þjóðirnar einar og sér, hafa aldrei stöðvað neitt stríð, nema með aðkomu og hjálpar stórvelda hverra tíma.

Árið 2004 gaf út fyrrum sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunnum, Dore Gold, út bók sem kallst Tower of Babble: How the United Nations Has Fueled Global Chaos eða í mjög lauslegri þýðingu ,,Blaðurturinn: Hvernig Sameinuðu þjóðirnar hafa kynt undir hnattræna ringulreiðar.“

Bókin gagnrýndi það sem hún kallar siðferðilegu afstæðishyggju stofnunarinnar í ljósi (og einstaka sinnum stuðningi) þjóðarmorða og hryðjuverka sem áttu sér stað síðan samtökin voru stofnuð og allt fram til dagsins í dag.

Dore Gold segir að á upphafsárum hafi hlutverk samtakanna verið skýrt en það var að berjast gegn hinu illa í form Öxulveldanna í seinni heimsstyrjöldinni og því staðið á siðferðislegum sterkum grunni í upphafi.

Nú á dögum hins vegar hefur hugsjónir  Sameinuðu þjóðirnar heldur betur þynnst út, þar sem aðeins 75 af 184 þjóðum árið 2004 (þegar bókin var gefin út), gæti státað af vera ,,frjáls lýðræðisríki“ í sinni ströngustu skilgreiningu. Hann hélt því fram að þetta hafi áhrif á að vog SÞ sigið á aðra (ógæfu)hliðina, svo að stofnunin ynni í heild sinni  meira við hæfi við kröfur einræðisherra og -ríkja. Dæmi um þetta er þegar Allsherjarþing Sameinðu þjóðanna var með mínútu þagnarathöfn til heiðurs látins einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-Il en hann lést árið 2011. Vestrænir diplómatar gagnrýndu ákvörðunina. Opinberi embættismaður í Tékklandi sagði að Tékkarnir hefðu ekki óskað eftir svipuðum þögn fyrir Václav Havel, leikskáldsins og forseta landsins sem dó daginn eftir lát Kims.

Margir sérfræðingar eru sammála um að ,,nútíma tímabil“ hryðjuverka hafi hafist árið 1968 með flugráninu á flugvél El Al Israel en í hlut áttu palestínsk hryðjuverkasamtök. Samtökin gagnrýndu verknaðinn en gátu ekkert gert í kjölfarið. Þessi hryðjuverkastarfsemi hélt áfram  það sem eftir var  tuttugustu aldar, án sérstakra aðgerða SÞ. Einföld fordæming var eins langt og þau voru reiðubúin að segja og framfylgja.

Loks þegar þegar árásin á tvíburaturnina í Bandaríkjunum árið 2001 átti sér stað, gripu SÞ til aðgerða. Þau gerðu hryðjuverkastarfsemi ólöglega samkvæmt alþjóðalögum og refsuðu þeim sem áttu í hlut. Því miður náði þetta aðeins til útlagra hryðjuverkasamtaka eins og  Al Qaeda og Talibana. Hryðjuverkasamtök sem studd voru af ríkjum, svo sem Hamas og Hezbollah, sluppu alfarið.

Þjóðir sem styðja hópa sem eru tengdir hryðjuverkum, svo sem Íran, eru ekki gerðar sérstaklega ábyrgar fyrir þessum aðgerðum. Fram að þessum degi hefur SÞ enn ekki skýra skilgreiningu á hugtakinu hryðjuverk og þær hafa heldur engin áform um að koma með neina.

Við stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1945 voru Bandaríkin eina þjóðin í heiminum til að eiga og hafa prófað kjarnorkuvopn. Árið 1970 var kjarnorkuvopnssamningur undirritaður af 190 þjóðum, þar á meðal fimm þjóðir sem þá viðurkenndu að eiga kjarnorkuvopn: Frakkland, England, Rússland, Kína og Bandaríkin.

Þrátt fyrir þennan sáttmála eru birgðir kjarnorkuvopn áfram miklar  og stækka ört en fjölmargar þjóðir halda áfram að þróa þessu hrikalegu gereyðingavopn, þar á meðal Norður-Kóreu, Ísrael, Pakistan og Indland. Gallinn sem er á sáttmálanum um heftun á útbreiðslu gereyðingavopna sýnir í hnotskurn gagnleysi þessara samtaka og getu þeirra vanhæfni þeirra til að framfylgja mikilvægum alþjóðareglum og regluverkum um þjóðir sem brjóta af sér á þessu sviði.

Litla eyríkið Srí Lanka neyddist til að ganga í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem varði frá 1983 til 2009 en hana hófu skæruliðar, aðskilnaðarsinnarnir Tamil-tígrar og beindust aðgerðir þeirra gegn herafla ríkisstjórnarinnar. Á síðustu mánuðum stríðsins hófu andstæðar fylkingar að berjast í þéttbýlum svæðum norðausturstrandarinnar, sem þá hafði verið útnefnd sem örugg svæði.

Bardagarnir neyddu hundrað níutíu og sex þúsund manns á flótta, og innikróaði yfir fimmtíu þúsund óbreytta borgara.

Sjálfstætt starfandi sérfræðingar sem fylgdust með framvindu mála á vettvanginum kvöttu Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna til að rannsaka ásakanir um stríðsglæpi og Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, viðurkenndi að hann væri “skelfingu lostinn” vegna aðstæðna en Sameinuðu þjóðirnar gerðu engar tilraunir til að grípa til varnaraðgerðir til handa borgaranna . Frá janúar til apríl 2009 voru yfir 6.500 borgarar drepnir í þessum svokölluðum ,,öruggu svæðum”.

Margir þjóðir hafa beðið um stuðning frá Sameinuðu þjóðunum á tímum örvæntingar og stríðsástands. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna á að vera tákn um stöðugleika og öryggi. Því miður var þetta ekki raunin í fjölmörgum löndum á tíunda áratugnum. Skýrslur frá Bosníu, Kósóvó, Kambódíu, Haítí og Mósambík sýndu röð hneykslismála, svo sem aukningu á spillingu, kúgun, barnavændi og nauðganir á konum, svo eitthvað sé nefnt.

Hvað varðar barnavændi og friðargæsluliðar SÞ stóðu að, þá umbunuðu hermennirnir oftast börnin með nammi eða smáfé, svo þeir gætu lýst því yfir að þessi kynferðislegu samneyti væri vændi fremur en nauðgun. Æðstu embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum neituðu að dæma friðargæsluliða, þar sem þeir óttuðust þessi opinbera skömm myndi létja þjóðirnar frá því að taka þátt í friðarstarfi.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samanstendur af fimmtán þjóðir, fimm þeirra hafa varanlegan seturétt: Frakkland, Rússland, Kína, Bandaríkin og Bretland. Hinar tíu þjóðirnar eru kjörnir til að gegna tveggja ára setu. Hinir fimm föstu öryggisráðsmeðlimir njóta þess lúxus að geta beitt neitunarvalds þegar þeim hentar. Þegar fastafulltrúi beitir neitunarvaldi sínu þá er ekki hægt að framfylgja meirihlutaályktun ráðsins, þrátt fyrir víðtækan alþjóðlegan stuðning. Jafnvel ef hinir fjórtán þjóðir kjósa já með ákveðinni tillögu, þá mun eitt nei duga til að stöðva mál sem á að ráða til lykta.

Nýjasta notkun neitunarvaldsins var nýtt af hálfu Kína og Rússlandi þann 19. júlí 2012. Öryggisráðið reyndi að framfylgja ákvæði VII. kaflans sem eru viðurlög í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það eigi að grípa til og koma í veg fyrir þjóðarmorð,  í þessu tilfelli Sýrlandi. En neitunarvald Kína og Rússlands stöðvuðu öll alþjóðleg afskipti, að minnsta kosti afskipti SÞ. Frá því að Sýrlendingastríðið byrjaði, hefur verið áætlað að hundruð þúsunda óbreyttir borgarar hafi verið drepnir og ótal fjöldi Sýrlendinga gerst flóttamenn.

Fjöldamorðin í Srebrenica, Bosníustríðinu árið 1995 er eitt versta tilfellið um fjöldamorð á evrópskri jörðu síðan í seinni heimsstyrjöld. Serbar beitt þjóðernishreinsanir gegn svokölluðu Bosníta, sem eru minnihlutahópur múslima. Sameinuðu þjóðirnar höfðu tilnefnt Srebrenica öruggt svæði árið 1993. Allar vopnaðar sveitir á svæðinu voru neyddar til að afvopnast og friðargæslulið var sent á svæðið, sem samanstóð af sex hundruð hollenskum hermönnum. Serbarnir umkringdu svo hið örugga svæði með skriðdreka, hermönnum og stórskotaliðum. Birgðarflutningar gengu seint til svæðisins vegna umsátursins og friðargæslulið SÞ átti orðið lítið af skotfærum, eldsneyti og mat.

Serbneskar hersveitir létu lokst til skara skríða í júlímánuði og þvinguðu lítinn herafla SÞ á flótta. Allt að 20.000 bosnískar flóttamenn flúðu til herbúða Sameinuðu þjóðanna í Potocari og leitast við að fá vernda gegn hersveitum Serba. Þrátt fyrir að viðveru friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í herbúðunum, réðust serbneskir hermenn þar inn, nauðguðu bosnísum konum og myrtu að vild á meðan hollensku friðargæsluliðarnir gerðu ekkert. Þann 18. júlí var búið að drepa allt að 7.800 óbreytta borgara, að mestu leyti vegna illa vopnum búið og allseindis óviðbúið friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna sem reyndi ekki einu sinni að lyfta upp byssu.

Rauðu Khnerarnir réðu Kambótíu á árabilinu 1975 til 1979.  Þeir komu á ógnarstjórn og öfgaútgáfu af kommúnisma sem leiðtogi þeirra, Pol Pot fann upp. Allir grunaðir óvinir voru teknir af lífi, þar á meðal allir sem töldust vera sérfræðingar og menntamenn. En einnig Víetnamar og Kínverjar búsettir í landinu sem og kristnir menn voru drepnir í hrönnum.

Árið 1979 réðust Víetnamar inn í Kambódíu til að bola Rauðu Knerunum frá völdum og til að enda blóðbaðið. Pol Pot var neyddur í útlegð og ný ríkisstjórn skipuð. Átakanlegt var sú afstaða SÞ að neita að viðurkenna nýju stjórnina einungis vegna þess að hún naut stuðning ríkisstjórnarinnar í Víetnam, sem þá hafi nýlega lokið áratuga langa styrjöld við Bandaríkin. Allt til ársins 1994, naut harðstjórn Rauðu Kneranna stuðnings SÞ sem hin eina og sanna ríkisstjórn landsins, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir höfðu þá drepið 2,5 milljónir íbúa landsins, sem er um 33% alls mannfjöldans.

Kalda stríðið lýsir ef til vil best misbrestinn á framkvæmd stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Grimmdarverk síðari heimsstyrjaldarinnar, voru enn ferrskt í minni stofnríkja þegar mannréttindayfirlýsing  (UDHR) var lýst yfir árið 1948. Hún hafði það markmiði að efla mannréttindi fyrir hönd allra borgara heimsins og átti að vera bindandi fyrir allar þjóðar í heiminum, ásamt samningi gegn þjóðarmorðum.

Nánast samstundis lítilsvirtu Sovétríkin þessar samþykktir með því að virða mannréttindi að vettugi. Stalín hélt áfram að ríkja með hnefann á lofti og  þaggaði niður í öllum andstæðingum með drápum og ofbeldi. Í leppríkjum innan Sovétblokkarinnar svonefndu,  kröfuðust borgarar borgaralegra réttinda og lágmarks mannréttindi en var mætt með ofurefli. Þegar SÞ voru ófær um mæta slíkum grimmdarverkum eða hunsuðu þau í orði og borði, þá eru fínu orðin í stofnsáttmála SÞ gagnlaus fyrir það fólk sem þarfnast mest aðstoðar.

Árið 2003 braust út styrjöld í Súdan þegar nokkir skæruliðahópar bundust samtökum og réðust á hersveitir ríkisstjórnarinnar vegna kúgunar á íbúa landsins sem ekki voru Arabar að uppruna. Í upphafi átakana báru uppreisnarmenn sigurorð af hersveitir súdanska hersins í meira en þrjátíu bardaga.

Þegar ríkisstjórnin sá að ósigur var yfirvofandi, hóf hún að fjármagna hersveitir Janjaweed, sem eru hópar arabískra málaliða. Árið 2005 gerðu sveitir Janjaweed árásir á þéttbýl þorp óbreyttra borgara með stórskotaliði og þyrlum, sem leiddi til fordæmingu af hálfu Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Þrátt fyrir þessa fordæming, sendi SÞ ekki friðargæslulið inn í Súdan, heldur hvatti meðlimi Afríkusambandsins til að skerast í leikinn.

Þegar Afríkusambandið reyndi loks að hlutast til um málið, kom í ljós að súdaníski herinn var að fremja fjöldamorð á borgurum. Skýrslur leiddu síðar í ljós að súdanskar herflugvélar voru máluð hvítar til að líkjast flugvélum Sameinuðu þjóðanna, en þær voru svo notaðar til að varpa sprengjum á þorpin. Það var ekki fyrr en árið 2006 að 200 friðargæsluliðar SÞ voru sendar til svæðisins. Þrátt fyrir takmörkuðu viðveru þeirra, héldu bardagar áfram til ársins 2010. Á sjö ára tímabili er áætlað að 300.000 súdanskir borgarar hafi verið drepnir.

Þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994 sýnir svart á hvítu getuleysi SÞ til að framfylgja svarna eið um að viðhalda frið og öryggi þar sem þær koma að friðargæslu. Borgarastyrjöld hafði geisað snemma í byrjun níunda áratugarins en síðan hafði spennan magnast milli tveggja helstu þjóðarbrota landsins, Hútua og Tútsía.

Árið 1993 var friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna sent inn í landið og reyndi það að tryggja öryggi höfuðborgarinnar og veita mannúðaraðstoð. Friðargæsluliðið var ekki heimilt að beita herafla sinn til að ná þessum markmiðum.

Í janúar 1994 var símskeyti sent frá kanadíska yfirmanni friðargæsluliðsins til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna,en þar var lýst yfir yfirvofandi hótun um þjóðarmorð af hálfu skríls Hútúa á Tútsíi minnihlutahópum. Öryggisráðið fékk aldrei skeytið og tilkynningin var að mestu hunsuð. Eftir að átján bandarískir hermenn féllu í orrustunni í Mogadishu, Sómalíu voru Bandaríkin heldur ekki í stakk búin til að aðstoða við hernaðaríhlutun.

Mest átakanlegasti af öllum þessum atburðum er þegar belgískir friðargæsluliðar yfirgáfu einn skóla eftir að tíu friðargæsluliðar voru myrtur. Þúsundir höfðu hópast í skólann til að njótar verndar SÞ, en stríðsóðir Hútúar drápu næstum alla þeirra. Nærri ein milljón íbúa Rúanda voru drepnir í þjóðarmorðinu, sem  nemur um tuttugu prósent íbúanna

Önnur stríð í Afríku eru hér ekki tekin fyrir; en ef byrja ætti á einhverju, þá mætti byrja á mannskæðustu styrjöldina síðan í síðari heimsstyrjöld, þ.e.a.s. styrjöldina í Kongó. Það myndi æra óstöðugan að fara í gengnum sorglegan feril SÞ í heimsálfunni.

Hér hefur verið stiklað á stóru og aðeins stóru mistökin dregin fram og aðeins verið beint augun að friðargæslustarfi SÞ. Hægt er að skrifa mörg bindi um allt sem á mis hefur farið. Hér hefur alfarið verið sleppt að fara í spillinguna og peningaaustrið sem viðgengst innan stofnunarinnar sjálfrar. Hér skal bara nefna eitt gott dæmi sem fær hugsandi fólk til að hrista höfuðið en það er seta Sádi-Araba í mannréttindaráði SÞ. Fleiri dæmi eru hér ekki tilgreind enda utan viðfangsefni greinarinnar.

Það er hins vegar alveg ljóst að upprunalegt hlutverk Sameinðu þjóðanna, að koma í veg fyrir stríð og þjóðarmorð hefur algjörlega misheppnast. Friðargæslustarfið virkar aðeins þar sem báðir stríðandi aðila leyfa friðargæslulið að starfa. Ef ekki, þá halda stríðsátökin áfram. Þau geta þó reynt að berja í brestina á öðrum sviðum og haldið áfram að vera forum eða alþjóðavettvangur þar sem þjóðir heims geta komið saman. Árangur SÞ hefur á öðrum sviðum verið betri, svo að þau séu látin njóta sannmælis. Stórveldin munu eftir sem áður deila og drottna og stundum nota Öryggisráð SÞ til að koma saman og gera út um málin en á öðrum tímum og tilfellum í beinum viðræðum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR