Nýjir samningar hafa náðst milli Putin og Erdogan um Sýrland. Sem fyrr er Tyrkjun enn ætlað að afvopna hryðjuverkamenn. Þessir hryðjuverkamenn hafa hins vegar verið að berjast með Tyrkjum á móti Sýrlandsher. Tyrkir fá sama hlutverk og þeir höfðu fyrir, en Erdogan stóð aldrei við það eða er ekki búinn að því. Hann fær annan séns.
Afgirt svæði sem Tyrkir mega vinna á í dag hefur aftur á móti minnkað. Allt svæði sem Sýrlandsher hefur tekið í kringum Idlib verður þeirra. Það er smátt og smátt verið að þrengja að Tyrkjum. Þeir hafa engann með sér í þessu stríði og verður segjast að það eru ekki margar leiðir út úr þessu fyrir þá.
Sumir kalla þetta sykurhúðað tap hjá Erdogan.
Erdogan fór til Sýrlands til að vernda hryðjuverkamennin, þá veit nánast allur heimurinn í dag. Þetta eru sömu hryðjuverkamennirnir sem hann hefur stutt í gegnum allt Sýrlandsstríðið. En það verður að segjast skrítið að Erdogan skuli ekki taka þessa hryðjuverkamenn heim til sín og leyfa í staðinn sýrlensku flóttafólki í Tyrklandi að snúa aftur til síns heima. Eina svæðið í Sýrlandi í dag sem er óöruggt, er Idlib. Með hryðjuverkamennina farna væri loksins kominn friður á í öllu landinu og flóttafólkinu í Tyrklandi væri óhætt að snúa heim. Það er reyndar ýmislegt sem bendir til þess að Tyrkir haldi þessu flóttafólki í gíslingu og noti það í pólitískum og/eða fjárhagslegum tilgangi.
Ekki er vitað með vissu hve mörg S-300 SAM (loftvarnar-) skeyti eru í Sýrlandi. Árið 2010 pöntuðu Sýrlendingar 6 stykki. Stopp koma á afhendingu þeirra að beiðni Ísraela, en eftir að Sýrlendingar skutu niður rússneska flugvél, sem Rússinn kennir Ísaelum um og taka þeir beiðni Ísraela ekki lengur til greina. Svo ekki er vitað með vissu hvað Rússinn er búinn að afhend mörg af þeim. Ekki er þó ólíklegt að öll séu þau komin til Sýrlands. Eina sem vitað er með vissu eru þessi 3 sem Rússinn gaf Sýrlendingum. Þessi 3 eru með 300 eldflaugar með nálægt 100% hittni. Ef þeir hafa 9 sinnum S-300 SAM skeyti, þá er yfir 900 eldflaugar, auk S-200 og fullt af öðum loftvarnar tólum. Sýrland er með eina bestur heimavörn allra landa á þessu svæði og væri í sjálfum sér óðsmanns æði af Tyrkjum að ráðast á þá með flugherinn. Það yrðu ekki margar eftir af þeim 1.067 herflugvélum sem Tyrkir eiga.
Putin hefur frá upphafi samninga við Tyrki sett algjört bann við að Tyrkir fái að nota herflugvélar og þyrlur á loftvarnarsvæði Sýrlendinga, nema í sérstökum tilfellum, og það stendur enn.