Erdogan biður Frans páfa að hjálpa til við að stöðva það sem hann kallar fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Erdogan telur að alþjóðasamfélagið verði að refsa Ísrael með refsiaðgerðum og að skilaboð páfa séu mikilvæg til að virkja kristna hluta heimsins.
Erdogan minntist ekkert á þá staðreynd að það voru palestínumenn sem hófu eldflaugaárásir á Ísrael sem leiddi til sjálfsvarnar Ísraelsmanna. Öfga- og hryðjuverkasamtökin Hamas hófu árásirnar en þau samtök hafa í gegnum tíðina staðið fyrir hryllilegum ofbeldisverkum bæði gegn ísraelskum borgurum og palestínskum borgurum sem hafa andmælt hryðjuverkastefnu þeirra. Hamas nýtur mikils stuðnings hjá vinstrisinnum á Vesturlöndum. Á Íslandi eru það einkum Vinstri-græn og Samfylkingin sem hafa samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna.