Er stóri bróðir að fylgjast með þér?

Facebook eða öðru nafni Fésbók er um þessar mundir undir smásjá stjórnvalda bæði vestanhafs og austan. Bæði í Bandaríkjunum og Evrópu eru vaxandi áhyggjur af valdi fyrirtækisins og vitneskju þess um daglegt líf og einkamál almennings. Sumstaðar hafa stjórnvöld bannað notkun Facebook, eins og á eyjunni Papúa Nýju-Gíneu eða með áform um að leggja skatta á síðuna eins og til að mynda í Úganda. 

En hvað veit Facebook um þig? Fyrirtækið hefur gífurlegt magn af upplýsingum um hvern einstakling sem notar Facebook. En byrjum á því að komast að því hvað Facebook veit í raun um þig eða aðra notendur miðilsins. Vegna gagnrýni á upplýsingaöflun og misbeitingu á auglýsingum, hefur fyrirtækið brugðist við með því að gefa notendum kost á að skoða hvaða upplýsinga hefur verið aflað og geymdar.

Facebook þekkir andlit

Það er ógnvænlegt að komast því hvað fyrirtækið veit um notandann. Til að mynda getur það borið kennsla á andlit hans og þar með þig sem notanda. Algorithm andlitsgreining Fésbókar, ef hún hefur verið virkjuð, veit til að mynda hvernig notandinn lítur út. Auðvelt er að prófa þetta með því að hlaða upp mynd af viðkomandi notanda og sjá hvort Facebook sjálfkrafa merkir viðkomandi á myndinni. Facebook er fær um að þekkja og merkja viðkomandi á mynd, jafnvel þótt hann hafi húfu og sólgleraugu.

Facebook og auglýsendur vinna saman að því að beina auglýsingum að notandanum

Þetta gefur mjög nákvæma mynd af lífi notandans. Fyrirtækið veit í hvaða sveitarfélagi og bæ viðkomandi býr í. Það þekkir og veit um tónlistarsmekk viðkomandi og í hvaða félagi eða klúbbi viðkomandi er í eða hefur sýnt áhuga á með smelli.

Facebook hefur lista yfir hvert fyrirtæki sem hefur upplýsingar um notandann og tengiliði hans út frá klikki eða smelli á auglýsingar sem Fésbókar notandinn smellir á síðu sinni.  Það beinir svo sérsniðnum auglýsingum að viðkomandi notanda út frá ,,like“ eða klikki á viðkomandi auglýsingasíðu. Ef notandi hefur á annað borð smellt einu sinni ,,like“, segjum til dæmis á síðu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, þá fær viðkomandi allar tilkynningar frá síðu hans.

Facebook listar einnig alla auglýsendur sem hafa upplýsingar um tengiliði notandans. Þessi listi inniheldur Airbnb, Spotify, The Economist, Target, Safeway, Brooks Brothers, Marriott og heilmikið af öðrum fyrirtækjum. Best er að líka ekki við eina síðu fyrirtækis eða stofnunar og sleppa þannig við sérsniðnar auglýsingar sem beint er að viðkomandi notanda.

Facebook hefur lista um hvern einasta tengilið í símaskrá síma notandans

Facebook hefur afrit af hverjum einasta tengilið í símaskrá notandans, þar á meðal netföngum (ný og gömul) og símanúmer fyrir hvern einstakling. Það eru tengiliðir á listanum sem viðkomandi hefur kannski haft í fjölda ára. Athygli vekur að sum símanúmeranna sem eru skráð, eru ekki skráð á Fésbókarsíðum og eru ekki einu sinni lengur í síma viðkomandi notanda.

Facebook veit um hvern einasta félagslega viðburð sem notandinn var boðinn í eða tók þátt í gegnum það

Facebook veit um hvern einasta félagslegan viðburð sem notandinn hefur verið boðið á síðan hann skráði sig á miðilinn.  

Facebook hefur skráningu um hvern einasta vin sem viðkomandi hefur á miðlinum og hvenær stofnað var til vináttunnar

Þetta virkarr ekki mjög óhuggulegt á yfirborðinu, þar sem þetta er meginviðfangsefni Facebook. Það sem er hins vegar svolítið skrýtið, er sú staðreynd að hún heldur skráningunni um þegar viðkomandi aðilar urðu vinir og geymir. Það hefur einnig gögn um hvern notandinn hefur slitið vinskap við í gegnum árin og vinabeiðnir sem hann hefur hafnað. Engu er gleymt eða geymt.

Fyrirtækið veit nákvæmlega um hvenær viðkomandi notandi skráir sig inn

Facebook geymir gögn um hvert skipti sem notandinn skráir sig inn, þar á meðal hvar tækið sem hann notaði er (snjallsími eða tölva), netkerfið sem hann var  á (T-Mobile) og vafrann eða forritið sem hann notaði.

Fésbókin geymir afrit af tímalínu notandans, þ.e.a.s. allt það sem hann hefur skráð á tímalínu sína, allt aftur til þess tíma þegar viðkomandi notandi skráði sig inn á Facebook.

Sumir gætu verið þakklátir því að geta litið á þetta mörgum árum seinna, en sumir myndu vilja óska þess að það væri möguleiki að því hefði verið sjálfkrafa eytt eftir ákveðinn tíma. Það eru ekki allar minningar góðar og sum er best gleymt.  Notandanum getur verið brugðið að sjá til dæmis mynd af látnum ættingja sem ef til vill lést í hræðilegu slysi en Fébókin er með möguleika sem kallast á ,,á þessum degi“ en þar er gefinn kostur á að endurbirta gamlar myndir eða textar úr fortíðinni.

Það ætti að vera valkostur sem Facebook ætti að bjóða upp á, að eyða endanlega efni sem sem er ekki gilt eða veldur hugarangri. Þetta gæti gefið notandanum hugarró að gögnunum yrðu loksins eytt, í stað þess að vera geymd. Það myndi vissulega hjálpa fólki að öðlast meiri traust á Fésbókinni.

Það þekkir helstu atburði lífs þíns

Það vill gleymdast að notandinn gaf Facebook sumar af þessum upplýsingum en fyrirtækið veit nákvæmlega dagsetninguna þegar t.d. þegar viðkomandi notandi lagði bónorð fyrir maka sinn.

Það veit líka t.d. hvenær hann útskrifaðist úr skóla og ártalið hvenær hann fæddist. Áminning: jafnvel ef þú gleymir, þá gerir Facebook það ekki. Fésbókin tilkynnir öllum um afmælið notandans, þótt hann kannski vilji ekki halda upp á afmælið eða fá afmæliskveðjur. 

Það veit  um hvert og einasta myndskeið sem notandinn hefur horft á Facebook 

Facebook hefur skrá yfir hvert myndskeið sem viðkomandi notandi hefur skoðað á Facebook. Alveg sama hvaða efnið það var og hvenær það var tekið.  

Eignarhald á myndefni á Facebook

Rifist hefur verið um eignarhald á ljósmyndum sem birtar eru á Facebook, á fyrirtækið þar með myndirnar eða viðkomandi myndasmiður?

Notandinn, þ.e.a.s. þú, átt allt efni og upplýsingar sem þú sendir á Facebook og þú getur stjórnað því hvernig það er deilt í gegnum persónuvernd og forritastillingar en það eru fyrirvarar. Í þeim segir í grófum dráttum og þýðingu: Vegna efnis sem nær til hugverkaréttinda, eins og til dæmis myndir og myndbrot (IP efni), þá gefur þú okkur eftirfarandi sérstakt leyfi, með fyrirvara um persónuvernd og forritastillingar: ,,þú veitir okkur óafturkræft, framseljanlegu, undirleyfilegu, einkaleyfis-frjálsu (royalty-free worldwide license), og á heimsvísu leyfi til að nota hvaða IP efni sem þú sendir inn á eða í tengslum við Facebook (IP leyfi). Þessu IP-leyfi lýkur þegar þú eyðir IP-innihaldi þínu eða reikningnum þínum nema efni þitt hafi verið deilt með öðrum og þeir hafa ekki eytt því.

Ennfremur segir: ,,Þegar þú eyðir IP-efni er það eytt á þann hátt sem líkist tæmingu ruslatunnu á tölvu. Þó verður þú að hafa í huga að fjarlægt efni getur haldið áfram að vera til í öryggisafriti í hæfilegan tíma (en verður ekki aðgengileg öðrum).

Hvað þýðir þessi réttur Fésbókarinnar? Einkaleyfis-frjálsu (royalty-free) leyfi á heimsvísu þýðir að Fésbókinni er frjálst að nota myndirnar þínar nánast hvernig henni þóknast hvar sem er í heiminum án þess að borga þér eyri eða biðja um leyfi þitt.

Önnur hugtök sem þeir nota: Flytjanlegt (transferable) og  undirleyfisbært (sub-licensable) þýðir að Fésbókin getur annaðhvort flutt leyfi á birtingu til annars aðila eða gefið undirleyfi fyrir það aftur án þíns leyfis.

Að lokum þýðir ,,enginn einkaréttur” (non-exclusive) að þú getur veitt leyfi fyrir myndefni þitt til annarra aðila eins og þú vilt. En athugaðu að bara vegna þess að þú hefur hlaðið upp mynd á Facebook, þá þýðir ekki að þú getur ekki deilt því á Twitter eða gert það sem þú vilt með það. Myndefnið er það með ekki þín eign.

Skilmálar sem Fésbókin setur virka víðtækir en ef Facebook á að vinna eins og ætlað er, þarf það svona óljóst og víðtækt leyfi. Að birta myndirnar sem notandinn sendir inn á Facebook í fréttaveitum vinar síns væri ómögulegt annað, því að ef þú hefur ekki gefið Fébókinni leyfi, þá myndi það brjóta gegn höfundarrétti þínum.

Það veit nákvæmlega hvar notandinn var

Facebook heldur um allar upplýsingar um hvar notandinn var staðsettur er hann birtir færslu á síðu sinni, þ.e.a.s.  staðsetningar notandans á tilteknum dögum. Facebook segir aðeins að viðkomandi  geti séð þessa sögu, en það er ekki alveg satt. Facebook hefur möguleika á að deila staðsetningu okkar með vinum svo að þeir geti séð hver er í nágrenninu og það býður upp á verkfæri fyrir forritara sem geta nýtt sér þessar upplýsingar, til dæmis sem sölugagn í kosningabaráttu.

Facebook geymir gömul skilaboð

Þótt þú eyðir skilaboðum, gerir Facebook það ekki. Það gætu verið viðkvæm einkamál sem ættu líklegast aldrei að koma fyrir sjónir annarra en þeirra sem koma að þeim.  Ekkert gleymt og allt geymt.

Stóri bróðir og Facebook

Eins og þeim er kunnugt sem hafa lesið bókina 1984 eftir George Orwell, þá var þar dregin upp skelfileg framtíðarsýn af einræðisríki sem hefur aðgang að öllu einkalífi einstaklingsins. Það voru skjáir inn á heimilum fólks og gegnum þá var boðaður stöðugur áróður og fylgst með hverri einustu hreyfingu viðkomandi borgara. Árið 1984 var svo gerð kvikmynd eftir skáldsögunni og fannst mörgum viðfangsefnið orðið úrelt og fjarstæðukennt en þeir vissu ekki af upplýsingabyltingunni sem var framundan með internetinu og miðlunum sem fylgja því. 

Það er ekki til lófastór blettur á hnettinum, þar sem gervihnettir eða annar ófögnuður getur ekki fylgst með.  Meira segja tækin þín getur fylgst með þér. Jafnvel ólíklegustu tæki, svo sem ísskápurinn, brauðristin, snjallsjónvarpið og svo framvegis. Fólki er ráðlegast að skilja tækin eftir utan svefnherbergis þegar gengið er til sængur og fjölga á fjölskyldumeðlimum fjölskyldunnar. Er þetta björt framtíð?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR