Er Google stóri bróðir?

Í þessari grein verður fyrst greint frá ágætri grein sem Jennifer Smith skrifaði fyrir Mail Online en síðan verður málið skoðað út frá íslenskum raunveruleika.

  • Rannsóknir hafa leitt í ljós að leitarvél Google í stórum stíl tekur fréttir vinstri sinnaða fjölmiðla fram yfir fréttir hægri sinnaðra fjölmiðla í röðun fjölmiðlafrétta og birtir á fyrstu síðu leitarniðurstaðna undir ,,Top Stories”.
  • Fréttir frá aðeins 20 fjölmiðlum voru birtar í reitnum ,Top Stories“ hjá Google í nóvember 2017.
  • 62 prósent þessara fréttaveita voru taldar vera vinstri sinnaðir fjölmiðlar.
  • CNN stóð fyrir 10 prósent fréttanna sem kynntar voru, The New York Times um 6,5 prósent og fréttir The Washington Post námu 5,6 prósent.
  • Aftur á móti voru Fox-fréttir aðeins með þrjú prósent af 6.302 greinum en þess má geta að Foxnews er stærsti fjölmiðill Bandaríkjanna. Hann er talinn vera hægri sinnaður fjölmiðill.
  • Google notar reiknirit (algorithma) til að ákveða hvað fer í reitinn ,,Top Stories“ en forritunin er ákveðin af starfsmönnum Google.
  • Reikniritið byggist að miklu leyti á vinsældum efnis eða sjónarhorni. Leitarvélin – Google – hefur neitað því að hún hafi vísvitandi stuðlað að vinstri halla í birtingu frétta.
  • Leitarvélin hefur nú áður óþekkt vald yfir því sem er kynnt og hversu mikla umferð hún sendir til vefsvæða í ljósi nýlegs mælikvarða Facebook hvað teljist vera fréttir.
  • Hlutdrægni Google gagnvart fjölmiðlum vinstri veitna hefur verið uppljóstrað af reikniriti sem uppgötvaði að það var hlynnt vefsvæðum þar á meðal CNN og The New York Times umfram annarra.
  • Samkvæmt gögnum sem safnað var saman af vísindamönnum frá Northwestern háskólanum kynnti leitarvélin þessar síður fram yfir aðrar ítrekað í nóvember 2017.
  • Af 6.302 greinum sem birtust á ,,efstu sögusíðu“ Google þann mánuðinn eftir að leitað var að hugtaki, var meira en 10 prósent þeirra frá CNN. En þess má geta að CNN er í sögulegri lægð hvað varðar sjónvarpsáhorf í Bandaríkjum og kemst oft ekki inn á topp 10 listann fyrir daglegt áhorf.
  • New York Times var næststærsta og nam 6,5 prósent greina. Washington Post varð í þriðja sæti með 5,6 prósent.
  • Aftur á móti var Fox News, sem telst vera mest hægri sinnaði fréttamiðill meðal meginfjölmiðla, uppspretta aðeins þriggja prósenta. Næstum allar (86 prósent) fréttanna komu frá aðeins 20 upprunastöðum og af þeim voru 62 prósent talin vera vinstri sinnaðar fréttaveitur eins og áður sagði.
  • Rannsóknirnar varpa nýju ljósi á þann fordæmalausa vald sem leitarvélin hefur til að hafa áhrif á utanaðkomandi umferð á fréttasíður (það er að segja ef fólk fer ekki beint inn á viðkomandi vefsetur, heldur notar leitarvél), heitt umfjöllunarefni í heimi fjölmiðla og stjórnmála í ljósi þess að nýlega dregið hefur úr framleiðslu Facebook hvað varðar útgáfu sagna.
  • Til dæmis komust vísindamennirnir að því að CNN fékk 24 prósenta aukningu í umferð leita vegna þess að fréttir þess voru birtar í reitnum „Top Stories“.
  • Helstu heimildirnar eru í eftirfarandi röð: CNN, The New York Times, The Washington Post, Fox News, BBC, USA Today, LA Times, The Guardian, Politico, ABC News, CBS News, NPR, NBC News, CNBC, Reuters, Huffington Post, The Verge, Al Jazeera, The Hill og People.
  • Í sumum sögum (eins og Google kallar efnið) var skortur á heimildum en leit að t.d. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra, torfaði upp sögur frá 38 heimildum.
  • Þrátt fyrir ofgnótt heimildanna komu 75 prósent af sögnum sem kynntar voru um Tillerson frá The New York Times og CNN, fundu vísindamennirnir út.
  • Gögnin leiddu einnig í ljós að þótt vefsvæði sem hallaði sér til vinstri framleiddu fleiri greina um hvert efni (2,2 sinnum fleiri en á hinu hægri sinnuðu) virtist val í ,,Top Stories” frá Google blása upp mismuninn.
  • ,,Í efstu sögum Google var þetta hlutfall 3,2, sem bendir til þess að reikniforritið hafi örlítið aukið skekkjuna til vinstri“, að sögn skrifa Nicholas Diakopoulos, annar rannsóknarmannanna tveggja, í The Journal Journalism Review.
  • Málefni leitarvéla og hlutdrægni samfélagsmiðla gagnvart fjölmiðlum hefur lengi verið uppspretta deilna í fréttageiranum en það varð almennt áhyggjuefni í forsetakosningunum 2016 þegar Facebook bannaði suma hægri fjölmiðla sem voru studdir af stuðningsmönnum Trump.

Sjálfstæði íslenskra fjölmiðla

Hér koma nokkrar spurningar sem virt er að pæla í. Hvernig er ástandið hérna á Íslandi? Getur verið að fámennur hópur einstaklinga sem eiga íslensku fjölmiðlanna, eiga þá sérstaklega til að móta almenningsálitið? Er það mikill peningur í íslenskri fjölmiðlun, að það er gróðravænlegt að reka fjölmiðla? Einkareknu fjölmiðlarnir hafa kvartað yfir ójafnri samkeppnisstöðu gagnvart RÚV og fjölmiðlar þeirra séu reknir með tapi, en samt er haldið áfram. Hvers vegna? Er verið að vernda hagsmuni og kostnaðurinn þess vegna réttlætanlegur? Áhugavert væri að fá svör við þessum spurningum og ættu fréttamenn sjálfir að skoða málið og velta fyrir sér stöðu íslenskrar fjölmiðlunar í dag, fara í naflaskoðun eins og á sér stað erlendis.

Þeir ættu líka að vara sig á hvaða fréttir berast utan úr heimi. Eins og staðan er í dag, virðast þeir flestir, ,,copy paste“ fréttir, t.d. frá Bandríkjunum (með öðrum orðum, ekki velta fyrir sér tilgang greinarinnar) og þegar skoðaðar eru heimildir þeirra, þá vísa þeir oftast í CNN eða aðra vinstri sinnaða fjölmiðla sem vitað er að hallast til vinstri og styðja demókrata. Ef vísað er til Foxnews, þá er það oftast til að skammast út í fjölmiðilinn.

Það hefur orðið gríðarleg breyting á hvernig fjölmiðlar meðhöndla upplýsingar. Áður reyndu eða a.m.k. þóttust fjölmiðlar vera hlutlausir. og settu fréttirnar fram þannig, að lesandinn eða áhorfandi, fannst að fréttamiðlinn væri að vanda sig og væri að reyna að komast sem næst sannleikanum, hver svo sem hann er hverju sinni. Það er ekki lengur, fjölmiðlar eins og The Washington Post og CNN eru ekki að leyna því hvar þeir standa í pólitíkinni og það hefur t.d. gefið Donald Trump tækifæri til að kalla þá falsfréttamiðla. En aðrir, sem virðast að minnsta kosti á yfirborðinu, hafa fengið að vera í friði fyrir honum, enda erfitt að ásaka fjölmiðil fyrir hlutdrægni, ef erfitt er að sjá út frá skrifunum hvar fjölmiðillinn stendur.

Heimurinn er á krossgötum hvað varðar upplýsingabyltinguna sem nú á sér stað (sambærileg við Gutenberg byltinguna) en fáir velta fyrir sér afleiðingunum.

Upplýsingabyltingin er eftirfarandi: Með tilkomu snjalltækja, getur einstaklingurinn sótt sér upplýsinga hvar og hvenær sem er, deilt þeim í máli og myndum til hvern sem er í heiminum hvenær sem er. Enginn milliliður. Einstaklingurinn er orðinn að eigin fréttaveita. Heimurinn er orðinn að einu fréttatorgi og allir þátttakendur.

Hliðin að upplýsingaheiminum eru hins vegar í vörslu risavöxnum samfélagsmiðlunum, sem telja má á fingrum sér, sem núna virðast ætla að stjórna upplýsingabyltingunni og í raun hertaka hana. Stjórna hver fer inn um hliðið með hvaða upplýsingar í farteskinu.

Segja má að þar með eru risafyrirtækin orðin voldugri en flest ríki, enda eru upplýsingar öflugri vopn en hernaðartæki, komin með vald stóra bróðurs. Í upplýsingasamfélagi dagsins í dag er Google komið í hlutverk stóra bróðurs en hvernig mun það höndla hlutverkið? Þarf ríkisvaldið að taka fyrir hendur þess eða mun það sjálf valda hlutverkinu?

Það skal taka fram að það var mjög erfitt að finna góða umfjöllun við gerð þessarar greinar með því að nota leitarvél Google, en leitarvélin birti niðurstöður á fyrstu síðu nær eingöngu með tilvísanir í umfjöllun vinstri sinnaða fjölmiðla um þetta viðfangsefni.

Helsta heimild, Jennifer Smith fyrir Mail Online: https://www.dailymail.co.uk/news/article-7020081/Googles-left-wing-media-bias-CNN-New-York-Times-Washington-Post-favorites.html

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR