Er forseti Íslands að misskilja málskotsréttinn?

Forsetaframbjóðendurnir tveir, Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson, mættu í viðtal í Silfrið nú í morgun. Mikill munur virðist vera á áherslum beggja og bar töluvert á milli. 

Guðni Th. hefur kosið að vera lágstemmdur í embættisfærslum sínum og hefur lítið borið á honum síðastliðin ár í embætti, þrátt fyrir að hann eigi að vera andlit þjóðarinnar út á við. Hann t.a.m. ávarpaði þjóðina ekki fyrr en undir lok COVID-19 faraldurinn en þetta eru fordæmalausir tímar sem nú ganga yfir þjóðina. Þjóðhöfðinginn hefur birst alþjóð fyrir minna tilefni. Þarna hefði hann mátt stappa stáli í hrædda þjóð oftar en einu sinni.

Guðmundur Franklín er áberandi persóna og hann hefur ákveðið frá fyrsta degi að eiga beint samtal við þjóðina sem hann fylgir nú eftir með hringferð um landið og hefur boðist til að ræða við hvern sem er.  Guðni Th. lýsti hins vegar yfir í viðtalinu að hann ætti erfitt með að eiga í svo miklum samskiptum við almenning, að hann væri dulur að eðlisfari; ekki var annað að skilja á orðum hans. Starfið er almannatengslastarf fyrst og fremst og sá sem höndlar ekki samræður við þjóðina, er í röngu starfi. Báðir sögðust þeir vera fulltrúar þjóðarinnar og eigi að eiga samræður og jafnvel að hefja þær við þjóðina.

Allt sem viðkemur íslensku þjóðfélagi er í sjálfu sér pólitískt.  Þetta virðist þáttastjórnandinn ekki skilja og reyndi að skora stig með því að saka Guðmund að vera pólitískur sem sagði á móti vilja hefja samræður við þjóðina um mál sem eru að sjálfsögðu pólitísk, öll mál sem varðar þjóðarhag, eru pólitísk.  Forsetaembættið er pólitískt og forsetinn verður að taka pólitískar ákvarðanir.

Sjá má þetta skýrt í Icesave-málinu og nú orkupakkamálinu, þar sem forsetarnir Ólafur Ragnar og Guðni Th. ákváðu að fara í sitthvoru áttina, annar skaut málinu til þjóðarinnar en hinn sagði ekki nægur fjöldi undirskrifa hefði borist til hans. Eins og sjö þúsund og fimm hundruð undirskriftir sé ekki nóg til að a.m.k. til ræða við ríkisstjórnina og spyrja hvort hún sé á réttri vegleið. 

Skiptir engu máli þótt um þingsályktanir eru að ræða í orkupakkamálinu,  því í 26. gr. stjórnarskráarinnar segir: ,,Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“

Guðni skýlir sig bakvið að þetta hafi verið þingsályktanir, ekki lagasetningar og hann ekki getað hamlað framgang málisins, jafnvel þótt hann hafi viljað það. Þingsályktanir eru byggðar á lögum, ekki satt? Hafa verður í huga að lögin um Orkustofnun voru sérlög innan orkupakka 3 sem forsetinn varð að samþykkja til að pakkinn færi í gegn.

Vald forseta gagnvart Alþingi er mikið. Forseti lýðveldisins getur t.a.m. látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

Lagaprófessorar hafa deilt um málskotsréttinn lengi vel en eftir að hann var virkjaður, eru þeir flestir á því að hann er ótvíræður og forsetinn getur, ef honum þóknast, skotið málum til þjóðarinnar. Hann þarf hvorki ákveðinn fjölda undirskrifta né að fara að vilja Aþingis, ef hann tekur að það fari gegn vilja þjóðarinnar. Hann er ekki kallaður öryggisventill fyrir ekki neitt.

Sigurður Líndal lagaprófessor sagði eftirfarandi í grein í Skírni og birt var í Morgunblaðinu 15. maí 2004: ,, Ekki þótti fært að veita forseta Íslands algert synjunarvald í stjórnarskrá lýðveldisins eins og Danakonungur hafði áður haft. Ef svo hefði verið hefði forseti lýðveldisins haft meira vald en konungur hafði. Þess vegna gripu menn til þess nýmælis að takmarka synjunarvald forsetans við málskotsrétt, þ.e. að vísa máli til þjóðarinnar. Í umræðum frá þessum tíma verður þeirrar skoðunar ekki vart að Alþingi eitt fari með löggjafarvald, heldur er áréttað að löggjafarvaldið sé tvískipt – í höndum Alþingis og forseta fyrir hönd þjóðarinnar.“

Takið eftir orðunum ,,löggjafarvaldið sé tvískipt – í höndum Alþingis og forseta fyrir hönd þjóðarinnar.“  Sigurður telur alveg ljóst að forseti hafi synjunarvald, texti 26. greinar stjórnarskrárinnar sé skýr og orð hans fái stuðning í athugasemdum við þessa grein stjórnarskrárfrumvarpsins frá 1944 en í þeim stendur m.a.: “Forseta er einungis fenginn réttur til að skjóta lagafrumvörpum Alþingis undir alþjóðaatkvæði. [-]Ákvörðun um slíka staðfestingarsynjun eða málskot til þjóðaratkvæðis tekur forseti, án þess að atbeini ráðherra þurfi að koma til.”

,,En beint þjóðkjör veitir embætti forseta lýðræðislega löghelgan umfram þingkjör og hlýtur því eðli málsins samkvæmt að styrkja það vald sem forseta er fengið í stjórnarskránni. Sá var einnig skilningur þingmanna sem samþykktu lýðveldisstjórnarskrána,” segir Sigurður.

Ólafur Ís­leifs­son, þing­maður Mið­flokksins, segir að at­beini Guðna Th. Jóhannes­sonar, for­seta Ís­lands, sé nauð­syn­legur þegar kemur að hinum svo­kallaða þriðja orku­pakka.

Í grein sem Ólafur skrifar í Morgunblaðið, 25. júlí 2019, segir hann að málið liggi að stærstum hluta fyrir sem þings­á­lyktunar­til­laga um að til­­­tekn­ar Evr­ópu­­reglu­­gerðir fái laga­­gildi.

„Al­­menn­ar þings­á­lykt­an­ir koma ekki til kasta for­­seta. Hér ræðir um þings­á­lykt­un um að taka upp í lands­rétt til­­­tekn­ar Evr­ópu­regl­ur. Þegar þannig stend­ur á er þings­á­lykt­un lögð fyr­ir for­­seta,“ skrifar Ólafur.

Hann segir að með sam­þykki Al­þingis á þings­á­lyktunar­til­lögu utan­ríkis­ráð­herra um inn­leiðingu til­skipunarinnar muni orku­pakkinn í heild fara um hendur for­seta Ís­lands. Vísar hann í þeim efnum til 26. greinar stjórnar­skrárinnar um mál­skots­rétt for­setans.

„Þings­á­lykt­un­in fel­ur í sér sam­þykki Al­þing­is fyr­ir að veita til­­­tekn­um Evr­ópu­regl­um laga­­gildi. Nær­tækt er að líta þannig á að 26. grein­in eigi eins við í þessu til­­­felli. Sam­­kvæmt því er á valdi for­­seta að leggja orku­pakk­ann í dóm þjóðar­inn­ar.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR