Er fisveiðistjórnunarkerfið komið að þrotum

Guðmundur Þorleifsson skrifar:

Útlit er fyrir að erfitt verði að fá útgerðina í að leita að loðnu þetta árið. Engin kvóti hefur verið gefin út undanfarin ár, sem segir að verði ekki gefin út kvóti þetta árið þá sé það einsýnt að hægt sé að afskrifa kvóta á þær útgerðir sem haft hafa hann að undanförnu. Telja sumir að vegna ofverndunar á uppsjávarfiski, brottkasti, drauganetaveiðar í sjó, sem og náttúrulegum aðstæðum, megi ætla að kvótakerfið hafi aldrei virkað, og sé í raun barns síns tíma. Að þessu leiti má ætla að sóknadagakerfi væri hentugra heldur en kvótakerfi, eins og hefur verið stundað meðal smábátaeigenda, eða getur verið að sambland af hvoru tveggja gæti verið lausnin. Ég hef oft horft til fisveiðistjórnunarkerfisins, sem Jón Bjarnason þá í VG, kom með hugmynd að, en hrökklaðist úr flokknum sem og úr ráðherrastól, að mér sýnist fyrir það eitt að leggja til breytingu á þessu arfa vitlausa kerfi sem við höfum verið að fylgja undan farna áratugi. Það er of langt mál að fara ofan í hugmyndir mínar í breytingar á öllu þessu kerfi, sem ég tel nauðsyn á að endurskoða með nýrri hugmyndafræði. Þar með er ég að segja að ég tel ekki allt vitlaust við núverandi kerfi og ekki heldur allt vitlaust við þær breytingar sem menn hafa imprað á. Tel ég því að nú sé tími til breytinga, sem myndu kollvarpa núverandi kerfi án þess að útgerðamenn né fiskvinnslur gætu ekki lagt blessun sína yfir þær. Slíkar breytingar þyrfti að eiga sér tímabil, þar sem ákveðið væri að innleiða nýja kerfið án þess að henda hinu gamla út um gluggann heldur innleiða það í áföngum. Það er að segja á 10 ára tímabili. Þetta er hægt þar sem þjóðin ( landsmenn ) eiga fiskinn, þar með kvótann sem úthlutaður er hverju sinni, útgerðamenn, sveitafélög og fiskvinnslur greiða þjóðinni það markaðsverð sem hver tegund fer á hverju sinni. Það hlutfall kvótans sem hver kaupir, hefur hann til umráða í 10 ár en getur ekki leikt hann né selt öðrum til afnota, sem sagt komið í veg fyrir brask. Þá skal vera hámark hvað hver getur keypt ár hvert, svo koma megi í veg fyrir að aflinn safnist á fárra manna hendur. Lagt er til að grundvöllur til endurnýjunar á skipum sem og öðrum búnaði sé þar með tryggður, þar sem viðkomandi útgerð, sveitafélag og eða vinnsla sjái nokkurn vegin hvað framundan er þegar búið er að safna saman kvóta og tryggingin er að sú prósenta sem keypt er ár hvert gildi í 10 ár. Þetta myndi styrkja endurnýjun í útgerðar og vinnslu, ungt fólk kemst að markaðinum svo dæmi sé tekið fram. Koma þarf þó í veg fyrir að lánastofnanir verði markaðsráðandi með fyrirgreiðslu til einstakra félaga, þar sem hámarks fyrirgreiðsla yrði lögfest og viðurlög við brotum á því yrðu, veiði og eða vinnslu lokun viðkomandi fyrirtækja, sem og alvarlegar sektir sem talandi væri um á fjármálafyrirtækið sem myndi haga sér í andstöðu við leikreglur. Þá erum við komin að leikreglum þeim er varðar eignarhald að þeim fyrirtækum er vilja hafa rétt til að bjóða í úthlutaðan hlut kvótans hverju sinni. Erlent eignarhald verði bannað, hvort heldur sé að hluta eða í gegnum einhver skúffufyrirtæki. Til þess að svo megi ganga eftir þurfum við að losa okkur undan EES samningum, sem hvort sem er, er barn síns tíma. Það mun ekki hafa neinar afleiðingar í för með sér, nema ef til vill þær að stjórnmálamenn þurfi að fara að vinna vinnuna sína, það er að ná tvíhliða samningum við þau ríki sem við viljum helst hafa samskipti við. Hvað varðar reglur um veiðafæri, hvar og hvernig menn mega veiða, er efni í aðra grein.

Góðar stundir.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR