Enn eitt hneykslið skekur Biden fjölskylduna

Eldfim skýrsla tveggja nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings um viðskipti Hunter Biden erlendis gæti haft áhrif á möguleika föður hans, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Joe Bidens, að verða næsti forseti Bandaríkjanna. „Í grimmri lýsingu nýrrar skýrslu öldungadeildar Bandaríkjaþings eru nú afhjúpandi átakanlegar og nýjar upplýsingar um ólöglega og spillta starfsemi sonar Joe Biden, Hunter, og hvernig hann hagnaðist á meðan faðir hans var í forsvari fyrir stefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu.

Samkvæmt skýrslunni fékk Hunter 3,5 milljónum dala frá eiginkonu fyrrverandi borgarstjóra Moskvu – með millifærslu. Hunter opnaði einnig sameiginlegan bankareikning með kínverskum ríkisborgara í því skyni að fjármagna 100.000 dollara verslunarleiðangur fyrir fjölskyldumeðlimi hans. Og það er ekki allt.

Hunter Biden fékk 1,5 milljarða fjárfestingasamning þegar hann flaug með föður sínum til Kína í Air force 2 flugvél forsetaembættisins, þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna. Fjárfestingasamningurinn var í gegnum kínverskt fyrirtæki með sterk tengsl við kommúnistaflokk Kína.  

Málefni Úkraníu voru ásamt Kína á könnu Joe Bidens en þar flæktist Hunter Biden einnig í vafasama gjörninga, en hann fékk milljónir dollara fyrir það eitt að sitja í stjórn orkufyrirtækis, þrátt fyrir reynsluleysi sitt á því svið. Á sama tíma hótaði Joe Biden stjórn Úkraníu að hann myndi koma í veg fyrir að landið fengi efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum ef saksóknari hætti ekki rannsókn á fyrirtækinu sem sonur hans sat í stjórn hjá.

Búast má við hart verður deilt um meinta misnotkun varaforsetaembættisins þegar Joe Biden var varaforseti en hann gegndi embættinu í átta ár.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR