Endurspeglar áhyggjur og gremju margra Íslendinga

Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti óánægju sinni með sofandahátt stjórnvalda vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Mátti á henni skilja á Alþingi í dag að lítið væri að marka ráðamenn sem sífellt halda því fram ekkert sé að óttast á meðan veiran virðist vera komin á fleygiferð í Evrópu.

Gagnrýndi hún að ekki hafi verið lokað á ferðir til Tenerife þar sem veiran virðist vera að breiða úr sér á ógnarhraða en íslenskir ferðamenn koma og fara eins og engin hætta væri fyrir hendi.

Svipaða umræðu hefur mátt lesa á samfélagsmiðlum síðustu daga og taka eflaust margir undir orð Ingu um sofandahátt heilbrigðisráðamanna og stjórnvalda í þessu máli. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR