El Salvador tekur upp bitcoin sem lögeyri

El Salvador mun lögleiða bitcoin sem gjaldmiðil í landinu í dag. El Salvador verður fyrsta landið í heiminum til að samþykkja bitcoin sem löglegan gjaldmiðil. Fjölmörgum hraðbönkum verður komið fyrir í landinu þar sem almenningur getur skipt dollar í bitcoin. Ríkisstjórn landsins segir að upptaka bitcoin muni efla hag hins venjulega launamanns og gera það að verkum að mun fleiri landsmenn geti lagt til hliðar og átt sparifé í banka.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR