Einhver mesti skartgripaþjófnaður sem um getur í Reykjavík

Einhver mesti skartgripaþjófnaður, sem um getur í Reykjavík, var framinn aðfaranótt 21. nóvember. Brotizt var inn í Úra- og skartgripaverzlun Helga Sigurðssonar við Skólavörðustíg. Þýfið var metið á eina milljón króna. Strax daginn eftir greip rannsóknarlögreglan þjófana og náði mestöllu þýfinu, sem eiganda var skilað skömmu eftir hádegið. Hér skrá rannsóknarmenn þýfið (mynd að ofan), taldir frá vinstri: Leifur Jónsson, Ragnar Vignir, Sævar Jóhannesson og Njörður Snæhólm.

Að neðan er þýfið í allri sinni dýrð. Úrin voru um 300 talsins, en að auki margs konar skartgripir.

Heimild bókin: Árið 1966

Aðrar Fréttir

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn