Efnahagsvöxtur og pólitísk áhrif Kína á heimssviðinu í hættu vegna kórónuveirufaraldurs

Fréttaskýring. Hinn óvenjulegi, fimm áratuga langi vöxtur alþjóðlegs hagvaxtar og fjárhagslegs yfirburðar Kína er í hættu vegna kreppunnar sem  kórónuveirufaraldurinn veldur.

Landið, sem hefur næststærsta hagkerfi heimsins, næst á eftir Bandaríkin, hefur orðið æ einangraðara alþjóðlega vegna viðbragða sinna við COVID-19. Æ fleiri þjóðir, og ekki bara Bandaríkin, sem hafa verið mest áberandi, hafa beint reiði sinni og varpað sök á heimsfaraldri á kínversk stjórnvöld, sem smitað hefur meira en 3 milljónir manna um allan heim, truflað starfsemi stjórnvalda, valdið gjaldþrot fyrirtæka, fjölda atvinnuleysi og lokun skóla.

Mistök Kínverja við upphafi heimsfaraldsins, ásamt víðtækum ásökunum um yfirhylmingu og hreinar lygar, hafa skaðað trúverðugleika Kína og stöðu þess á hnattræna sviðinu og gæti lamið landið mun meira en búist var við þegar þjóðir um allan heim endurræsa hagkerfi sín.

Efnahagur Kína dróst saman um 6,8 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 – mesti samdráttur í næstum þrjá áratugi. Framleiðsla þess dróst saman um 8,4 prósent frá árinu á undan og smásala dróst saman um 19 prósent þegar landið var lokað af.

Kína, sem hefur notið ótrúlegrar og ef til vill dæmalausan hagvöxt, gæti verið á mörkum þess að missa hann.

Ein stærsta áskorunin sem Kína stendur frammi fyrir er hröðun endurskipulagningar alþjóðlegrar verðmætakeðja, sem gæti bitnað á vinnumarkaðinum í Kína til skamms tíma og haft áhrif á stöðu stjórnvalda í Peking gagnvart heimshagkerfinu, sagði South China Morning Post í grein þar sem kannað var alþjóðlegt bakslag gagnvart Kína.

Huang Qifan, fyrrum borgarstjóri Chonqing, borgar í suðvesturhluta Kína, sagði í ræðu í þessum mánuði að hin hefðbundna lárétta dreifing alþjóðlegu virðiskeðjunnar stæði frammi fyrir endurnýjun eða breytingar vegna þess að kórónuveiran hefði afhjúpað kerfislægan veikleika hennar.

„Heimsfaraldurinn hefur sýnt veikleika í hinu gamla hnattvæðingarlíkani…Kína og önnur lönd verða að endurskoða og endurstilla alþjóða iðnaðarskipulagið,“ sagði hann. ,,Aðlögunin er þó ekki algjörlega neikvæð gagnvart hnattvæðingunni… slíkt skref væri til þess fallið að skjóta í eigin fót. Rétt nálgun er að opna frekar, í stað þess að taka 180 gráðu beygju.” En það er hægara sagt en gert.

Kína, eins og öll önnur lönd sem berjast gegn COVID-19 faraldrinum, hefur orðið fyrir efnahagslegu höggi. Neysla og framleiðslu féll þegar starfsmenn og neytendur voru skipaðir að vera heima; þegar opinber gögn fóru að rúlla inn var það ekki falleg mynd.

Hagfræðingar hafa dregið úr spám sínum um vöxt landsframleiðslu Kína (verg landsframleiðsla) og spáð miklum samdrætti og litlum eins stafa hagvexti fyrir árið 2020. Í fyrra var hagvöxtur í landinu 6,1 prósent, sá hægasti síðan 1990. Iðnaðarframleiðsla og smásala hafa einnig sleggið met í lækkun á þessu ári.

„Jafnvel ef þú sérð óvenjulegt seiglu innanlands – sem ég ætti að benda á er ekki enn augljóst í neinum af gögnum okkar – hefur útbreiðsla COVID-19 á heimsvísu lokað öllum helstu viðskiptalöndum Kína á röngumt tíma, “sagði Leland Miller, framkvæmdastjóri China Beige Book, við CNBC.

Fyrirtæki Leland Millers birtir ársfjórðungslega úttekt á hagkerfinu á grundvelli könnunar á yfir 3.000 kínverskra fyrirtækja, og hann bættir við: ,,Sama hvaða kínversk stjórn hagræða innanlands, vaxtarhraðinn verður takmarkaður verulega með vegna hagþróunnar um allan heim.”

Fyrst var greint frá COVID-19 í Wuhan í Kína. Stjórnvöld í Peking hefa verið sökuð um að gera lítið úr veirunni, þagga niður í læknum og dregið verulega úr um fjölda tilvika og dauðsfalla. Þessi málflutningurinn hefur reitt alþjóðasamfélagið til reiðis vegna þess að það hafði reitt sig á Kína til að tilkynna nákvæmlega um niðurstöður sínar svo þjóðirnar gætu undirbúið sig þegar kórónuveiran breiddist út um allan heim.

Í hafsjór af gagnrýni reyndu Kínverjar í upphafi að bæta ímynd sína og stöðu með því að hrinda af stað illræmdu mannúðarátaki sem á að sýna kínversk stjórnvöld og leiðtoga, Xi Jinping, í nýju ljósi. Reiðin jókst þegar í ljós hefur komið að lækningavörurnar sem sendar voru til Vesturlanda, stóðust margar hverjar ekki staðla og hafa verið sendar til baka.

Áróðursmeistarar Kína bættu í og sögðu frá góðu samstarfi stjórnvalda við umheiminn. Milljónir andlitsgríma og prófunartæki voru sendar og Kína lýsti því yfir að það myndi leiða baráttuna gegn COVID-19.

Svo komu ásakanirnar um að Kína hafi hækkað verð á lækningatækjum og vistum. Mörg lönd kvörtuðu undan því að lækningavörurnar væru ekki í samræmi við kröfur og fóru að biðja Kína um endurgreiðslur, sem hefur gengið heldur erfiðlega.

Þetta er staðan í dag og ómögulegt er að spá í langtíma áhrif. En ljóst er að Kína sleppur heldur ekki við efnahagserfiðleikanna framundan í heiminum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR