Drottningin ekki sannfærð um að loftslagabreytingar séu beint af mannavöldum

Ummæli Margrétar Dana drottningar um að hún sé ekki sannfærð um að loftslagabreytingar séu beint af mannavöldum hafa vakið athygli þar í landi. Í viðtali við dagblaðið Politiken segist hún lengi hafa haft áhuga á sögu og sjálf hafi hún lifað nógu lengi til að átta sig á að fólk eigi ekki að fara af límingunum vegna tímabundinna breytinga í veðri.

Drottningin segist ekki sjá fyrir sér að yfirvofandi sé „stór kollsteypa“ í þessum málum. 

Hún hafi lengi haft áhuga á sögu og þeir sem séu fróðir um mannkynssöguna hafi góða yfirsýn og annað sjónarhorn og séu mjög meðvitaðir um að hlutirnir geta tekið tímabundnum breytingum.

„Já en, að maðurinn eigi einhvern þátt í loftslagsbreytingunum er eflaust eitthvað til í. En að þær séu beint af mannavöldum – það er ég ekki sannfærð um,“ segir drottningin í viðtalinu, þegar hún er spurð um hvort maðurinn eigi engan þátt í loftslagsbreytingunum á jörðinni. 

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Aðrar fréttir

Pólitísk rétthugsun

Allir kannast við hugtakið pólitísk rétthugsun en fæstir skilja út á hvað hugmyndafræðin á bakvið hugtakið gengur út á. Reynum hér að skilgreina hugtakið og

Lesa meira »

Schengen samkomulagið á tímamótum

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins lýsti yfir nýverið að sambandið ætli að afnema  Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar sem er fasttengd Schengen-samkomulagið. En hvað er Dyflinnarreglugerðin og Schengen-samkomulagið? Á Evrópuvefnum segir: ,,Dyflinnarsamstarfið

Lesa meira »