Drög að nýrri stjórnarskrá bannar að hryðjuverkasamtök eða skipulögð glæpasamtök séu bönnuð

Íslensk stjórnvöld létu gera lögfræðilega athugun á því hvort þeim væri stætt á að banna með lögum ákveðin glæpasamtök hér á landi. Þar var litið til samtaka sem kallast Hells Angels. Í núverandi stjórnarskrá er ákvæði sem heimilar að lagt sé bann við starfsemi samtaka sem eru ógn við almannaheill. Í drögum að nýrri stjórnarskrá hefur þessi ákvæði verið hent út af einhverjum óskiljanlegum ástæðum og án skynsamlegs rökstuðnings að því að virðist. Einu rök hins svo kallaða stjórnlagaráðs sem skipað var af ríkisstjórn kommúnista og sósíalista, þ.e. ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu, var að ákvæðið hefði aldrei verið notað og því óþarft. Ákvæðið í núverandi stjórnarskrá kemur frá Danmörku og er ennþá í stjórnarskrá Danmerkur. 

Danir hafa notfært sér ákvæðið til þess að banna hrottaleg glæpasamtök sem að mestu eru skipuð innflytjendum og er forystumaður þeirra innflytjandi frá Pakistan. Samtökin hafa beitt svo hrottalegum aðferðum í glæpastarfsemi sinni og voru orðin það stórtæk að dönsk yfirvöld sáu enga aðra leið en að grípa til stjórnarskrárákvæðisins sem heimilar þeim að banna þessi samtök sem kallast Loyal To Familia (LTF).

Það er skemmst frá því að segja að samtökin eru nánast lömuð eftir þau voru bönnuð. Meðlimir þeirra mega ekki hittast opinberlega, komið hefur verið í veg fyrir að meðlimir hópist saman á ákveðnum stöðum, þeir mega ekki bera merki samtakanna og merki þeirra má reyndar hvergi sjást opinberlega. Lögreglan hefur mjög strangt eftirlit með þeim og hefur nokkrum sinnum kært meðlimi fyrir brot á lögbanninnu. Þrátt fyrir að lögreglan hefur tapað stökum málum fyrir dómi gegn meðlimum samtakanna er hún hæst ánægð með hvernig málin hafa þróast eftir að samtökin voru bönnuð.

Það er því undarlegt að á Íslandi skuli vera lagt til að þetta ákvæði sem leyfir stjórnvöldum að banna hvort heldur er samtök sem hvetja til ofbeldis og hafa ofbeldi á stefnuskrá sinni eða skipulögð glæpasamtök. Að þetta ákvæði sé tekið út úr stjórnarskrá verði ný drög frá stjórnlagaráði að stjórnarskrá hafa ýmsir varað við og þar á meðal Sigurður Líndal prófessor í lögum.

Með því að taka ákvæðið út úr stjórnarskrá má segja að bannað verði að banna ofbeldissamtök og skipulögð glæpasamtök hér á landi. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR